Stórar eldstöðvar bíða í biðröð eftir að gjósa.

Þótt gosið í Geldingadölum hætti breytir það litlu varðandi möguleika á eldgosi, jafnvel fleiri en einu, og það margfalt stærra. Hekla vor,haust

Hekla gaus síðast árið 2000 og féll saman við það eftir útþenslu í níu ár, en hefur ekki einasta náð að vinna það upp með nýrri útþenslu, heldur gott betur.

Má orða það svo, að hún sé komin á tíma, og vitað er, að hún er þess eðlis, að hún getur gosið með klukkustundar fyrirvara frá fyrstu ummmerkjum á mælakerfi hennar. 

Þannig var það líka árið 2000. 

Nú eru 103 ár frá síðasta stóra Kötlugosinu, jafnmörg ár og liðu frá Heklugosinu 1845 til 1947.

Bæði þessi eldfjöll hafa gosið með styttra millibili í margar aldir og eru til alls vís. 

Bárðarbunga er að safna í næsta gos, en engin íslensk eldstöð er jafnoki hennar hvað varðar það að eldgos, sem á upphaf sitt í henni, komi upp í margra tuga og jafnvel meira en hundrað kílómetra fjarlægð til suðvesturs, allt suður á Landmannaafrétt. 

Á því svæði eru 540 ár frá síðasta stórgosi, og 230 ár eru frá Skaftáreldum þar fyrir austan. 

Grímsvötn eru hugsanlega líklegri til stórræða núna, gusu síðast 2011, 2004 og 1998 og því senn kominn tími á þau, þessa virkustu eldstöð landsins. 

Öræfajökull var með tilburði fyrir fjórum árum, ekki ósvipuðum þeim voru í Eyjafjallajökli 1999, ellefu árum fyrir gosið þar. 


mbl.is Skjálftar með stuttu millibili við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband