Þegar Sigurður Þórarinsson fékk glóandi hraunslettu á húfuna fræga.

Allt fram yfir 1980 var Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur þekktasti vísindamaður landsins á því sviði og naut virðingar langt út fyrir landssteinana.

Þess utan naut hann geysilegra vinsælda fyrir fjölmarga snilldartexta og ljóð sín, auk þess að vera eins konar hirðskáld Savannatríósins. 

Sigurður var því ekki seinn á sér að komast á vettvang upphafs Kröflueldanna 20. desember 1975 og kominn á stjá í návígi við fyrsta gosið, sem var þó frekar lítið miðað við þau gos sem komu á tímabilinu 1980 til 1984.  

Vörumerki Sigurðar var landsfræg skotthúfa hans, og því þótti það fréttnæmt þegar hann kom í flasið á fréttamönnum uppi við Leirhnjúk, og það sást gat á skotthúfunni með svartsviðna jaðra sem sýnu svart á hvítu, að þar hefði fallið hraunsletta og sviðið þetta gat á húfuna frægu. 

Það var því þegar svifið á Sigurð og hann spurður, hvort hraunsletta hefði hæft húfuna. 

Hann játaði því og næsta spurning var því hvort hann væri ekki hræddu um líf sitt í svona sviptingum við hinn heimsfræga íslenska jarðeld og náttúruöfl.  

Sigurður kvaðst hvergi smeykur, hann yrði áreiðanlega ekki fyrir slíku, heldur miklu frekar á hættulegasta stað tilverunnar, í rúminu. 

Hann hefði um þetta áþreifanlegt sönnunargagn. 

"Hvaða gagn er það?" var spurt. 

"Ég hef svo gott nafnnúmer,"svaraði Sigurður. 

Þess ber að geta að á þessum árum var fjögurra stafa tala, sem var fyrirrennari kennitölunnar, sem síðar kom, nefnd nafnnúmer. 

"Nafnnúmer?" Svar Sigurðar var svo sannarlega óvenjulegt og hann inntur eftir nánari útskýringu. 

"Ég er með svo stórkostlegt nafnnúmer, að það er eins og sniðið fyrir mínar þarfir," bætti Sigurður við. 

"Ha?" 

"Já," sagði Sigurður, "nafnnúmer mitt er 7-9-13.

Hann varð sannspár og lést af völdum sjúkdóms, sem hafði engin tengsl við starfsaðstæður hans. 

 


mbl.is Hraunsletturnar 5 til 15 sentimetrar í þvermál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Góð athugasemd þín um sólina og sólroðann á kvöldhimni í gær. 

Sólin var að setjast og stór er eldhnötturnn þegar hann  nálgast sjólínuna í

vestri. 

Gosstrókurinn  bak Fagradalsfjalli í dag var á stundum al myndarlegur en hvarf 

á milli i norðanáttinni. Reykurinn frá Heklu árið 1947 um mitt sumar

séð frá Hvolsvelli var margfalt öflugri og hraunflæði með því mesta í nútíð.

Legg til að þú spáir í lengd Fagradalsgossins sem nú sendir hraunið í Meradali

út frá reynslu þinni af Kröflueldum. 

Sigurður Antonsson, 3.5.2021 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband