Styttist í að teikoffið taki völdin í tilbeiðslunni á enskunni?

Sú var tíðin að íslensk tunga átti ágætis orð til að lýsa því þegar fuglar og loftför hófu sig til flugs. Stundum var sagt að þeir fengju byr undir báða vængi.

Ef einhver hlutur fauk var stundum sagt, að hann hefði tekist á loft; já, hann tókst á loft. 

En enskan er lævís og lipur þegar hún laumar sér inn í íslenskuna og útrýmir stundum ágætis orðum eins og áföngum og leiðum með orðinu legg. 

Og nú virðist tilbeiðslan á enskunni vera að smeygja sér lumska leið í áföngum til þess ástan d að enska nafnorðið "take-off" og "sögnin "to take off" þrýsti sér endanlega inn alls staðar þar sem flogið er. 

Næsta þróunarstig úr "flugnám tekur á loft á ný" gæti því orðið "flott teikoff hjá fluginu."

Það auðveldar þessa yfirtöku, að heitið flugtak er orðið gott og gilt og einnig hugtökin flugtaksbrun og flugtaksveegalengd samhliða orðunum brottför og brottfarartími. 


mbl.is Flugnám tekur á loft á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar,

Mér sýnist ekkert benda til að þeir er leyfðu sér
að orða hlutina með nokkuð frumlegum hætti kunni
ekki íslensku sæmilega. Sem börn fagna þeir því
að aftur er Vor í dal og gleði þeirra fölskvalaus sem vera ber
á þessari blessaðri egg- og stekktíð!

(svo nefndist Skerpla er síðar varð en
skáldskaparmál Snorra-Eddu og eldri rímtöl
halda sig ævinlega við egg- og stekktíð og féll hún vísast
á dagana 19. - 25. maí)

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2021 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband