Skiptir ekki máli hvort það er Reykjavík eða Sauðárkrókur.

Við og við skýtur upp umræðuefnum varðandi búsetu, sem leiða hugann að samtali Einars K. Guðfinnssonar þáverandi Alþingismanns við hámenntaðan útlending, sem hafði flust úr einni af stórborgum Evrópu til Sauðárkróks. 

Einar spurði hann hvers vegna hann hefði ekki frekar flust til Reykjavíkur en alla leið norður á Sauðárkrók. 

Svarið var einfalt. 

"Ef ég á annað borð flyt frá einni af fjölmennustu stórborgum Evrópu norður á útnára, skiptir ekki máli fyrir mig hvort þessi útnári heitir Reykjavík eða Sauðárkrókur."


mbl.is Skiptir mig engu máli í hvaða landi ég spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband