9.5.2021 | 06:26
Sjálfstæðismál Skota, mál, sem Íslendingar ættu að skilja.
Sjálfstæðisbarátta Íslendinga tók á sig ákveðna mynd strax með Þjóðfundinum svonefnda 1851, sem var um margt merkilegur viðburður, því að hann fólst þjóðaratkvæðagreiðsllu á Íslandi i alveg sérstökum kosningum utan við Alþingiskosningar til sérstaks íslensks stjórnlagaþings.
Þegar fulltrúa konungs varð ljóst að Íslendingar stefndu að því að búa sjálfir til eigin stjórnarskrá með miklu sjálfstæði, sleit hann fundinum einhliða, og við það hefur setið síðan, í alls 170 ár.
Að vísu var kosið að nýju til sérstaks íslensks stjórnlagaþings árið 2010, en lagatæknum ríkjandi valdaafla á Íslandi tókst að fá þá kosningu metna ógilda af Hæstarétti vegna smásmugulegra framkvæmdaratriða, sem hvergi í hinum vestræna heimi hefðu verið tekin gild ástæða til slíks úrskurðar.
Nægir að nefna úrskurð stjórnlagadómstóls Þýskalands í svipuðu máli sem dæmi um slíkt. Í því máli var úrskuirðað um lagfæringar á framkvæmd slíkra kosninga, en úrslitin látin standa á þeim forsendum, að vankantarnir hefðu ekki haft áhrif á úrslit kosninganna.
Mannfjöldir, 5,3 milljóni og aðstæður í Skotlandi eru svipaðar og hjá fjölmennustu Norðurlandaþjóðunum og Írum og því ætti það að vera sjálfsagt mál að Skotar fái sjálfir að ráða um stöðu sína.
En þar, líkt og hér, standa valdamikil öfl bæði utan og innan Skotlands að því að koma í veg fyrir allt slíkt, líka það að Skotar fái sjálfir að ákveða hvort þeir fylgi Englendingum úr ESB eða verði aðildarland að ESB.
Enginn geti hindrað kosningu um sjálfstæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er Gamli sáttmáli einhver besti "díll" sem Íslendingar hafa gert.
Á 15. öld fóru Englendingar að sækja hingað til fiskveiða en þá var Ísland komið undir yfirráð Danakonungs. Þau yfirráð virtu Englendingar að mestu. Annars hefðu þeir örugglega lagt Ísland undir sig.
Er þá ekki að sökum að spyrja, íslensk þjóð væri tæplega til og íslensk tunga örugglega ekki til.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.5.2021 kl. 11:12
Að vísu var kosið að nýju til sérstaks íslensks stjórnlagaþings árið 2010, en lagatæknum ríkjandi valdaafla á Íslandi tókst að fá þá kosningu metna ógilda af Hæstarétti vegna smásmugulegra framkvæmdaratriða, sem hvergi í hinum vestræna heimi hefðu verið tekin gild ástæða til slíks úrskurðar.
Þetta var þjóðarkömm í það heila og pródúktið' til skammar
Halldór Jónsson, 9.5.2021 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.