9.5.2021 | 20:43
Veruleikinn breytist hratt.
Síðustu 16 mánuði hefur heimsmyndin breyst svo gersamlega, að engan hefði getað órað fyrir þeim viðfangsefnum og fréttum sem nú er fengist við um allan heim og birtast í orðum eins og sjálfsprófi í tengslum við sóttkví.
Áreiðanlega hefði mátt hlæja að spám margar af svonefdnum völvum fyrir síðustu ár.
Eitt af því er beiting nýrrar tækni af öllu tagi til þess a hjól þjóðfélagsins geti snúist að nýju af þeim krafti sem þarf til að komast upp úr lægð undanfarins farsóttarárs.
Þótt yfirbragð þessara nýjunga gefi til kynna erfiðleika og vesen er þó um að ræða úrlausnir sem með tímanum geta skilað ávinningi, sem færir það jákvæða niðurstöðu að lokaniðurstöðuna má orða með orðinu framfarir og hagkvæmni, sem kannski hefði aldrei fengist.
Gæti bundið enda á sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.