Ali, Frazier og Pattersen rötuðu ekki í hornin.

Það þarf ekki steranotkun til að hnefaleikarar rati ekki í hornin, enda segir sú magnaða hnefleikakona Valgerður Guðsteinsdóttir það alls ekki í viðtengdu viðtali. 

Frægustu hnefaleikarar sögunnar hafa orðið fyrir því að verða svo vankaðir eftir rothögg, að þeir vissu ekki hvar þeir voru staddi. 

Þegar Henry Cooper sló Muhammad Ali óvænt í gólfið á Wembley 1963, vissi Ali ekkert hvar hann var staddur. Bjallan glumdi og hann var leiddur í hornið sitt, en stóð jafnharðan upp af stólnum og ætlaði inn í næstu lotu.  

Joe Frazier vissi heldur ekkert hvar hann var stadddur eftir ægilegt upphögg George Foreman sem sendi hann í gólfið til þess eins að vera sleginn niður ítrekað eftir það í þeim stutta bardaga. 

Verst var þetta fyrirbrigði kannski þegar Ingemar Johansson sló Floyd Patterson niður með "Ingo´s bingo", hinum fræga hægri krossi, í bardaga um heimsmeistaratitilinn 1959, svo að Patterson vissi hvorki í þennan heim né annan, heldur slagaði rænulaus í áttina að vitlausu horni, svo að Ingó varð að elta hann til að slá hann aftan frá í einhverri ljótustu atburðarás í sögu hnefaleikanna. 

Þá þegar hefði dómarinn átt að vera búinn að stöðva bardagann strax, því að alls var Patterson slegin niður sjö sinnum. 

Þetta var í eitt af þeim mörgu skiptum sem Patterson þurfti að þola mikla höggahríð og heilaskemmdum af þess völdum var kennt um það hvernig hann lést um aldur framl. 

Þá hafði hann verið í stjórn virtra íþróttasamtaka um árabil og sagði sig ekki úr stjórninni fyrr en svo var komið fyrir honum, að hann mundi ekki hvern hann hafði sigrað í lokabardaganum, sem færði honum heimsmeistaratitilinn, þá yngsta heimsmeistara í sögu þungavigtarinnar. 


mbl.is Rataði ekki í hornið sökum steranotkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband