Veiran var látin ráða ferðinni, sérfræðingar hunsaðir.

Undanfari kórónaveikifaraldursins fólst meðal annars í því að rífa skipulega niður allt traust á vísindasamfélagi heimsins og sá tortryggni í þess garð.

Rakið hefur verið ítarlega eftir á hvernig fróðustu visindamennirnir á sviði veirurannsókna og faraldra reyndu strax í janúar að fá yfirvöld til þess að grípa strax varna, en komu alls staðar að lokuðum dyrum. 

Aðgerðarleysið byggðist meðal annars á ótrúlegri tregðu til þess að greina ástandið með skimunum og smitrakningum, og síðan voru ályktanir valdamanna og stofnana um að engin hætta væri á ferðum, dregnar á alröngum forsendum. 

Þetta einkenni þessa stórmáls sást allt frá byrjun í Kína og færðist í aukana þegar veiran var að breiðast út í öðrum löndum. 

Heimsfaraldurinn laut svipuðum lögmálum og hernaður, stórstyrjöld milli skæðra herskara veiru og alþjóðahers heilbrigðisstarfsfólks og vísindamanna. 

Það er viðurkennt lögmál í hernaði, að sá aðilinn sem ræður atburðarásinni er sigurvænlegur, en fyrstu vikur faraldursins var engu líkara en að þeir, sem áttu að grípa til varna, gerðu hvað þeir gætu til þess að lofa faraldrinum að ná meira en mánaðar forskoti. 

Í frásögn í 60 mínútum er því lýst hvernig lítill hópur vísindamanna fór sjálfur í persónulega herferð til þess að fá þessum hræðilegu aðstæðum breytt, og hvernig það var víða jafnvel þannig, að í stað þess að búið væri að skima og ná í upplýsingar um raunverulegt ástand, tafðist það dögum og jafnvel vikum saman að kalla þessar upplýsingar fram. 

Á meðan þetta ástand varaði hafði veiran ekki aðeins það forskot að ráða ferðinni og koma því til leiðar að sóttvarnarliðið gæti ekki komist úr þeirri stöðu að vera sífellt að bregðast við úreltum upplýsingum, heldur var slíkt ástand magnað upp með töfum og undanbrögðum. 

Þáttur Bandaríkjaforseta var kapítuli út af fyrir sig hvað varðaði það að allt málið snerist um meinta herferð Kínverja til þess að koma í veg fyrir endurkjör forsetans. 

Fyrst hamaðist hann við að fullurða að þetta væri ekki alvarlegra en venjulegt kvef. 

Þegar loksins, allt of seint, hið sanna fór að koma í ljós, sneri hann við blaðinu og sagðist stefna að því að verða sá forseti sem hefði bjargað sjálfur og óstuddur fleira fólki en sem svaraði föllnum hermönnum í öllum styrjöldum Bandaríkjamanna. 

Þessa útkomu fékk hann á þann veg að samkvæmt verstu spám, gætu meira en tvær milljónir Bandaríkjamanna fallið i valinn, en ef þeir yrðu innan við milljón hefði hann bjargað meira en milljón! 

 


mbl.is Röð mistaka leiddi til heimsfaraldursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þetta er magnað, sérstaklega ef haft er í huga TedTalk sem Bill Gates hélt um líkindi á heimsfaraldi. Það var eftir að popúlistar víða um heim komust til valda að dregið hefur verið úr stuðningi við vísindi og fræði, rétt eins og þau séu einhver óþarfi, og að samsæriskenningar og persónulegar skoðanir séu veigameiri. Vonandi lærir manneskjan af þessum alvarlegu mistökum. Verst var að Bandaríkjamenn drógu úr slíkum stuðningum, því að lengi vel hafa þeir dregið vagninn í þessum málum, og þá með Fauci í broddi fylkingar.

Við megum þakka fyrir að ríkisstjórn Íslands stóð með vísindum og fræðum í þessum málum.

https://www.ted.com/talks/bill_gates_the_next_outbreak_we_re_not_ready?utm_campaign=tedspread&utm_medium=referral&utm_source=tedcomshare

Hrannar Baldursson, 12.5.2021 kl. 22:03

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé ekki betur en helstu fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi bara verið að  standa sig með ágætum í að rífa niður traust á vísnidasamfélaginu.

Með áhugaverðum auka-verkunum: https://arxiv.org/pdf/2101.07993.pdf

Já, þetta er alvöru ritrýnd vísindagrein sem fjallar um hvernig ástandið er orðið.

Það er svona:

Ef það þarf að ritskoða efasemdaraddir, þá veistu að það eru ekki vísindi sem eru að gerast, heldur trúarbrögð.

Vísindi þrífast á efasaemdum.  Án efasemda væru engin vísindi.

Við höfum engin vísindi lengur, bara einhverja hysteríska heimsendaspámenn sem eru alltaf að tilkynna okkur um ný afbrigði og ný smit. 

Bandaríkjaforseti vildi strax loka á Kína, en þá varð allt vitlaust.

Heimild: https://www.forbes.com/sites/geoffwhitmore/2020/10/19/when-did-president-trump-ban-travel-from-china-and-can-you-travel-to-china-now/?sh=1d6c0e774847

Q: "A nationwide travel ban from China took effect on January 31, 2020, with a few confirmed cases in the United States. This ban was only for non-U.S. citizens who had been in China within the last 14 days and were not the immediate family member of U.S. citizens or/and permanent residents."

Eins og Al Gore sagði: "an inconvenient truth."

Ásgrímur Hartmannsson, 12.5.2021 kl. 22:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Snjallir ungir menn notuðu rakningatækni sem hægt hefði verið að beita á þær tugþúsundir bandarískra borgara sem héldu áfram að fljúga til og frá Kína á þeim forsendum að þeir væru ekki með veikina. 

Með því að skima þá ekki var hægt að þræta fyrir sýkingu þangað til mörg hundruð sýktir á skemmtiferðaskipi og bandarísku flugmóðurskipi kollvörpuðu þröngsýni Trumps. 

Þegar hann gætti hann þess í upphafi að undanskilja alveg sín persónulegu viðskiptalönd á Bretlandseyjum í fyrstu auk bandarískra ríkisborgara.  

Ómar Ragnarsson, 12.5.2021 kl. 22:41

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mæli eindregið með þessari ágætu bók: https://www.amazon.com/When-Politicians-Panicked-Coronavirus-Opinion-ebook/dp/B08TB5MSFN/ref=tmm_kin_swatch_0?_encoding=UTF8&qid=1620859825&sr=8-1

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2021 kl. 22:51

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála þessari samantekt Ómars. Í upphafi faraldursins reyndu þó Kínverjar að gera lítið úr þessu og fréttir þaðan takmarkaðar og efast um þær. Síðan eins og hér er fjallað um brugðust fleiri stjórnvöld seint og illa við, jafnvel WHO. 

Ábyrgðin liggur víða, ekki síður hjá stórþjóðum og þar sem pestin kom fyrst fram. 

TedTalk ræðan hans Bill Gates hefur nú verið túlkuð margvíslega, til dæmis að þetta hafi verið planað af honum og slíku valdafólki. Aldrei að segja aldrei um skýringar ótrúlegar, þær hafa nú stundum komið á daginn seinna.

Við sem erum almenningur getum ekki verið 100% viss um að öll kurl séu komin til grafar, að allt hafi verið útskýrt, ekki frekar en eftir stórstyrjaldir, auk þess sem við erum í miðjum faraldrinum ennþá.

Ingólfur Sigurðsson, 12.5.2021 kl. 23:45

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

það sem vantar í þetta hjá þér Ómar er að vísindi og vísindamenn eru ekki með neina lausn á vandanum.

Þó þú og obbi stjórnmálamanna virðast trúa því að eitthvað gagn sé bólefnum sem alltaf verður á eftir veirunni og lokanir og eftirlit hafi einhver jákvæð áhrif á framvindu alheimsfaraldursins þá eru margir í vísindafélaginu sem telja betur heima setið en af stað farið með sumar þeirra aðgerða sem ráðist er í.

Þetta er alheimsfaraldur sem engin raunveruleg lausn er á önnur en að láta hann ganga yfir. Allir sem þykjast vera með lausnina eru annaðhvort óheiðarlegir eða einfaldir.

Guðmundur Jónsson, 13.5.2021 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband