Frábær hugmynd og heppnishittni, en fyrstu dagana sést gosstaðurinn ekki.

Það var frábær hugmynd, eftirfylgni og verðskulduð heppni að Rebekka Guðleifsdóttir náði jarðeldinum, í Geldingardölum inn á fasta mynd sína á myndavél í sjónlínu frá heimili sínu í Hafnarfirði og hafði síðan gosgíginn sjálfan í sjónlínu frá 23. mars eftir því sem hún segir frá. 

En þann dag og síðan eftir það þegar skyggni hefur leyft, hafa gígurinn og eldurinn sést og komið inn á mynd. Stækkun gíganna og hækkun, nú síðustu dagana og vaxandi eldhryðjur og strókar njóta sín þvi vel þá daga sem skyggnið er nægilegt. 

Vegna þess að ekki var bein sjónlína að upptökustaðnum í byrjun, eftir því seme best verður séð, sást það ekki 19. mars klukkan 21:30, þegar eldurinn braust allra fyrst upp úr auðri og myrkvaðri jörðinni og er því engin mynd til af því á því augnabliki.

Eina hreyfimyndin af blábyrjun eldgoss hér á landi, er því frá Kröflugosi haustið 1984, þegar myndavélin er í gangi og landið almyrkvað, en síðan brýst glóandi eldstrókur eins og hnífsoddur upp í gegnum jörðina, síðan annar skammt frá og síðan koma fleiri sem smám saman hækka og tengjast saman unz þeir eru orðnir að skörðóttum nokkra tuga metra háum og meira en kílómeters löngum eldvegg. 

 


mbl.is Myndaði Keili daglega og svo hófst gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband