Stórbrotin lýsing Jónasar Hallgrímssonar á því hvernig fjallið Skjaldbreiður, "allra hæða val" varð til, er næstum því eins mikið furðuverk og fjallið og hraunið, sem kom úr því, er sjálft.
Það er því ekkert smámál, ef upp kynni að byggjast stór dyngja í Fagradalsfjalli.
Svo stórbrotið er þetta náttúruundur, Skjaldbreiður, að "listaskáldinu góða" verður hugsað til spurningarinnar um tilvist Guðs almáttugs.
Hann svarar spurningunni afdráttarlaust: "Gat ei nema guð og eldur / gjört svo dýrlegt furðuverk."
Öld síðar stóð annar höfuðsnillingur vísinda og mannlegrar andagiftar, Albert Einstein, frammi fyrir spurningunni, sem var orðuð einhvern veginn á þann veg hvort hann, fremstur allra snillinga í eðlisfræði og geimvísindum og eðli og gerð alheimsins, væri guðstrúar, tryði á Guð.
Og líkt og Jónas, svaraði Einstein því til, að ef hann ætti að byggja á ítrustu þekkingu vísindanna á alheiminum með öllum sínum óravíddum þá væri það fyrirbæri einfaldlega þannig, að enginn nema almáttugur guð hefði getað skapað svo yfirgengilegt undur."
Gaman er að hugsa til þess, að svar Einsteins kemur öld á eftir svari hins íslenska snillings sem bjó hugsanlega yfir enn margbrotnari snilli en Einstein þegar litið til skáldsnilldarinnar og meðferðar máls og hugsana. .
Eldgosið gæti þróast í dyngjugos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.