Frankenstein einkenni í samfélagsmiðlum.

Í upphafi þessarar aldar bundu margir vonir við að gagnger bylting í upplýsingagjöf og tilsvarandi framför í lýðræði myndu fylgja upplýsingaöldinni, sem gengin væri í garð í krafti nýrra möguleika á dreifingu og þátttöku almennings um allan heim. 

Þróunin, sem hefur orðið síðustu ári minnir hins vegar óþyrmilega á söguna á sköpun hins fullkomna manns í sögunni um Frankenstein.

Bara í dag má sjá tvær áberandi fréttir um nýjustu dæmin, þar sem algerlega uppskálduð hryllingssaga af dauða af blóðtappa vegna bólusetningar veður líkt og risasnjóflóð af völdum eins snjóbolta yfir samfélagsmiðlana, sem eru orðnir ríki í ríkinu. 

Hin fréttin er af því hvernig reynt sé erlendis að fá "áhrifavalda" og þekkt fólk gegn borgun til að taka þátt í að ófrægja sérstaklega eitt bóluefnið. 

Kraftur slíkra herferða byggist á veldisvexti í formi "læka" og deilinga.    

 

 


mbl.is „Þetta er fyrir neðan allar hellur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fólk á náttúrlega að bera ábyrgð á því sem það skrifar
en hinn möguleikinn að Facebook og aðrir ákvarði hvað er rétti sannleikurinn
er mjög ógnvekjandi

Grímur Kjartansson, 25.5.2021 kl. 15:52

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

og áður fyrr létu menn duga að leita í ruslatunnunum að "sönnunargögnum" 

Síma Páls stolið á meðan hann lá í öndunarvél

Grímur Kjartansson, 25.5.2021 kl. 19:01

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Datt um eftirfarandi komment í umræðunni í dag.  Spurning hvort öll kurl séu komin til grafar í þessu máli.   Kannski er þarna bara um misskilning að ræða en ekki falsfrétt af yfirlögðu ráði:

 

Hver setti hvað inn, þessi orðrómur fór af stað vegna þess að samstarfsmenn hennar fullyrða um að hún hafi farið í bólusetninguna og farið svo beint í vinnuna á eftir, þá hafi hún farið að líða illa fljótlega og svo kastað upp blóði 2 tímum seinna og svo farið í hjartastopp, sú sem að reyndi að hnoða hana í gang er að segja frá þessu, best að þettta mál leiti uppá yfirbörðum, öllum til góðs.

Daníel Sigurðsson, 25.5.2021 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband