Hvenær fá fleiri að greiða atkvæði um svona mál?

Tvennt hefur valdið meiri usla í evrópskum borgum í ríflega hálfa öld en flest annað. Annars vegar hin hrikalega eyðilegging sem loftárásir ollu, en á eftir þeim kom lúmskari tortíming sem fólst í því að má sem kyrfilegast allt hið gamla út og hrúga upp risasteinkumböldum í formi steinsteypu, stáls og glers. 

Litlu munaði að þetta tækist gagnvart Bernhöftstorfunni við Lækjargötu, en með tímamóta andófi tókst að afstýra því. 

En ekkert lát hefur samt verið í raun á því skilningsleysi gagnvart sameiginlegri reynslu og umverfi kynslóðanna sem sjá má merki um hvarvetna í borgarlandinu.   

Fjölbreytnin er mikil, allt frá Austurbæjarbíói til lágreistra húsa við Laugaveg og víðar. 

Sumu tókst að bjarga, en miklu fleira var eyðilagt. 

Nú má sjá að Akureyringar hafa fengið að greiða atkvæði um hluta bæjarins. 

Hvenær gerist svipað hér fyrir sunnan?


mbl.is Akureyringar kusu gegn skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki meðan Dagur fær að breyta öllu í nótt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2021 kl. 20:57

2 identicon

Í Lesbók Mbl. f. mörgum árum var sögð saga af því þegar bandarískur arkitekt kom til Rvíkur (líklega 1960-70) og fór um borgina með íslenskum starfsbróður. Eftir skoðunarferðina sagði Kaninn: Mikið ferlega hafið þið farið illa út úr loftárásunum í stríðinu.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 1.6.2021 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband