Næringarfræðin er vísindagrein með risastórum verðmiða.

Nær daglega er minnt á það í ótal fréttum og auglýsingum hve víða er keppst við að bæta þekkingu í framleiðslu á neysluvörum og varningi til að auka afköst, bæta árangur og auka hagkvæmni til heilla efnahagslífinu og þjóðarbúskapnum. 

Framfarir í gerð bifreiða, flugvéla og alls þess nýja búnaðar og hráefna, sem orkuskiptin kosta knýja áfram gríðarlegt kapphlaup sem birtist í heilsíðuauglýsingum í blöðum og miklum áróðri. 

Það er greinilega stór verðmiði á þessari æsilegu framþróun. 

Hitt fer hljóðara, að verðmiðinn á þeim gríðarlega kostnaði og tapi sem heilsufarsvá vegna lífsstíls nútímans og risavaxna fjölgun aldraðra sem sem stefnir í tvöföldun elstu árganganna á næstu áratugum er líkast til enn stærri en verðmiðinn á öllum þeim dýra neysluvarningi, sem knýr þennan lífsstíl áfram. 

Tölurnar í sambandi við þessa hratt vaxandi vá, sem Janus Guðlaugsson læknir kynnti fyrir hópi gesta sem boðið var í fyrirtæki hans í gamla og endurnýjaða Sankti Jósepsstílaða í Hafnarfirði í stutta heimsókn, voru sláandi, einkum þeir ofboðslegu fjármunir, sem gagnger breyting á lífsstíl með notkun nýjunga í næringar- og heilsufræði geta fært þjóðum heims.  

Til þess að ná árangri þarf stefnubreytingu á þann veg, að í stað þess að heilbrigðiskerfið sé rekið á þann veg að rétt drattast til að fást við afleiðingar og efla forvarnir og aðgerðir til þess að ráðast að rótum vandans. 

 


mbl.is Gylfi Sigurðsson gengur til liðs við STATE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband