Efling Alþingis er nauðsynleg fyrir lýðræðið.

Steingrímur J. Sigfússon talaði um styrk og eflingu Alþingis í síðustu eldhúsdagsumræðu sinni í kvöld og er það vel, því að Alþingi er hornsteinn lýðræðisins á Íslandi, hvort sem fólk hefur litla trú á getu þess í augnablikinu. 

Í starfi stjórnlagaráðs var lögð áhersla á að tryggja öfluga stöðu þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og tryggja með því grundvöll stjórnar landsins sem eru lýðræði og þingræði.

Það felst meðal annars í að auka völd og styrk þingnefnda og forseta þeirra og því að ráðherrar geti ekki gegnt samtímis starfi þingmanns og ráðherra.   

Í núverandi stjórnarskrá eru enn leifar úr úreltum ákvæðum um valdmörk forseta, þings og ríkisstjórnar, sem gætu orðið umdeilanleg. 


mbl.is Hinsta eldhúsdagsræða Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband