"Ekki einu sinni komið í málþóf..."

Á útmánuðum 2013 þegar stefnt var að þinglokum síðasta þings kjörtímabilsins, var ýmislegt sagt og gert sem virðist bergmála enn síðustu daga þessa þings. 

Þegar sagt var 2013 að vel væri hægt að ljúka meðferð stjórnarskrármálsins benti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á það að það væri fráleit og óraunhæf bjartsýni, því að "málið er ekki einu sinni komi í málþóf." 

Með því hótaði hann því að standa fyrir því málþófi, sem síðan var beitt og Sigmundur og flokkur hans eru orðin meistarar í því að hóta og beita málþófi og setja ný met í stærð þeirra.  

Nú er þetta sem sé aftur komið í gang; hótanir í að beita málþófi.

Það skondna er, að enginn þorir að leggja í það að beita gildandi þingskaparlögum varðandi það að slá málþófið af. 

2013 kom fram að vegna þess að enginn veit nema hann kunni að lenda í stjórnarandstöðu eftir kosningar, þá sé ekki rétt að taka þá áhættu að rjúfa ríkjandi hefð um málþóf! 


mbl.is Hiti á Alþingi: „Spreðað út um allan bæ“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband