Mýrargatan og Hringbrautin: Örlítið agnarbrot af kolefnisspori.

Í hinum mikla áróðri sem hafður er uppi gegn orkuskiptum, má sjá ótal dæmi um það að hrúgað sé upp löngum lista með atriðum, sem eigi að sýna, að kolefnisspor nýtingar rafmagns í samgöngum sé svo miklu meira en nú er með notkun jarðefnaeldsneytis að það eitt sýni ótvírætt hve skaðleg fyrirhuguð orkuskipti muni verða. 

Í þessu andófi manna, sem fullyrða að olían og aðrar tegundir jarðefnaeldsneytis sé hvorki meira né minna en forsenda og undirstaða fyrir mannlífi á jörðinni, er hins vegar alveg sneytt hjá því að rekja kolefnisspor vinnslu og notkunar jarðefnaeldsneytis á borð við olíuna, sem er svo stór hluti af efnahagslífinu, að okkar tími gengur oft undir heitinu olíuöldin. 

Svo stór hluti er olían í lífi okkar, að viðgerð á einni götu í Reykjavík er fréttnæm þessa dagana. Það er vegna olíuflutninga sem eru örlítið brot af leið olíunnar frá upphafsstað um þveran hnöttin til neytandans uppi á eyju í Norður-Atlantshafi. 

Lítum nánar á þessa leið. 

1. Olíuleit með gríðarlegum kostnaði. 

2. Borun eftir olíunni og dæling upp á yfirborðið. 

3. Flutningur olíunnar um langan veg til olíuhreinsistöðvar. 

4. Vinnsla olíunnar í olíuhreinsistöðinni. 

5. Flutningur olíunnar frá hreinsistöðinni til geymslustaðar í landi kaupandans. 

6. Flutningur olíunnar (m.a. um Hringbraut í Reykjavík) til geymslustaðar úti á landi. 

7. Flutningur olíunnar úr olíugeymi yfir í geyma á bensínstöð. 

8. Dæling olíunnar yfir í farartæki. 

9. Útblástur farartækisins á CO2. 

Þetta er ekkert smáræðis kolefnisspor, ekki síst þegar það er borið saman við sporið hjá farartækjum sem ganga fyrir óendarnýjumlegum orkugjöfum olíualdarinnar, sem fela í sér mestu rányrkjuna í mannheimum.  


mbl.is Ekkert samráð um olíuflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvað sem því líður þá er þessi akstur fullhlaðinna olíubíla á hálftíma fresti í gengum þröngan miðbæjarkjarnan á götum með hraðhindranir sem ekki eru gerðar fyrir þungaflutninga í raun algjörlega óviðunandi út frá ýmsum sjónarmiðum þ.a.m.t. út frá öryggi íbúa

Grímur Kjartansson, 12.6.2021 kl. 17:45

2 identicon

Nú virðist vera í uppsiglingu ný tæknibylting vegna orkuskiptanna. Sífellt eru að birtast nýjar fréttir af úrlausnum á vandamálum sem upp koma vegna þairra. Þá geta skapast ótal ný tækifæri til þess að nýta íslenska orku.

Geymsla á raforku hefur alltaf verið vandamál og er mikið lagt í rannsóknir við að leysa það. Unnið er að þróun á öflugri og ódýrari rafgeymum auk annara aðferða til þess að geyma vistvæna orku. Þar má t.d. nefna framleiðslu á "E-fuel", olíu sem unnin er með raforku úr CO2 og vetni.

Það sama má segja um vetnið, það hefur alltaf verið vandamál að geyma það. Hér er lýst nýrri aðferð til þess sem lofar góðu:                           Is This Grey Goop The Future of Energy Storage?           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.6.2021 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband