Enn er víða beitt á land sem ekki er beitarhæft.

Íslendingar eiga mjög hæfa og reynda sérfræðinga í landgræðslu sem geta borið hróður Íslands í sambandi við uppgræðslu lands víða um lönd. 

Verra er að stór hluti árangurs þeirra er étinn upp á þeim víðlendu svæðum á eldvirka hluta landins þar sem rányrkja í formi búfjárbeitar er stunduð á landi sem er óbeitarhæft að dómi þeirra sömu sérfræðinga sem flaggað er réttilega erlendis fyrir færni og árangur við landbætur. 

Af þeim ótalmörgu sjónvarpsmyndum og þáttum sem sýndar voru á níunda og tíunda áratug síðstu aldar sáust svæði, sem þá voru tvímælalaust talin sæta skelfilegri ofbeit og jarðvegseyðingu, sem var enn betur undirstrikuð og staðfest í stórkostlegri rannsókn Ólafs Arnalds, sem einn Íslendinga hefur fengið Umhverfisveðlaun Norðurlandaráðs.

En gagnstætt því Fiskistofa hefur heimild til við nýtingu fiskimiðanna, hefur Landgræðslan aldrei fegið lagaheimild til þess að stöðva þetta líkt og gert er þegar ólöglegar veiðar eru stundaðar.

Sömu nauðbeittu svæðin og blöstu við í sjónvarpsþáttum og myndum fyrir aldarfjórðungi er langflest enn í hörmulegu ásigkomulagi. 

 


mbl.is Stjórnvöld leggja áherslu á landgræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband