Breytingar síðan Huseby var og hét? Næstum allt nema kúlan og hringurinn.

Íslands- og Norðurlandamet Gunnars Huseby var 16,74 metrar. Nýja heimsmetið er 23,37 metrar, 6,63 metrum lengra. Samt er kúlán jafn stór og jafn þung og hún var fyrir 71 ári og hringurinn líka jafn stór. 

En nánast allt annað hefur breyst, sumt smáatriði, en margt smátt gerir eitt stórt. Crouser er næstum 20 sentimetrum hærri en Gunnar og fær að því leyti til forskot.  

Gunnar stóð við brún hringsins og sneri hlið í kaststefnuna og hélt kúlunni uppi á öxlinni uppi við hálsinn, tók síðan eitt hopp á hægri fæti og stutt skref yfir á vinstri fót og spyrnti með honum á eftir skrokk og hægri handlegg, sem henti kúlunni út með únliðshreyfingu sem síðustu fingrasnertingu ú útkastinu og lok á snúningi líkmans um 90 gráður. 

Atrennan var stutt vegna stutts innra þvermáls hringsins em vindingur í skrokknum hjálpaði til; þó takmarkað. 

Gunnar hafði í upphafi ferils síns verið góður spretthlaupari og byggði afrek sín á miklum fótastyrk og handleggjakrafti. En stíllinn, sem hann notaði og hafði reynst vel fram að því, var þegar orðinn úreltur 1950 og í raun afleitur.

Bandarísku heimsmethafarnir sneru baki í kaststefnuna og beygðu sig niður með kúluna í upphafi atrennunnar og gátu því snúið sér um 180 gráður, tvöfalt meira en Gunnar, og rétt úr sér samtímis í útkastinu og bæði lengt á þann hátt leið kúlunnar í kastinu og nýtt fleiri vöðva til að þeyta henni í loftið en Gunnar. 

Nú, sem fyrr, var það smæð hringsins sem hamlaði árangri, og fóru menn í framhaldinu að leita að leiðum til að lengja leið kúlunnar í atrennunni enn meira með því að taka heilan snúning með hana´í hringnum, snúa sér fjórum sinnum lengra en Gunnar hafði gert. 

Til þess að þetta nýttist þurfti miklar framfarir í kasttækni, hraða og snerpu, auk alhliða vöðvaafls alls líkamans.  Tæknihliðin var nánast vísindaleg og krafðist gríðarlegrar samhæfingar og lagni. 

Ofan á allt framansagt fór alhliða framför í mataræði, þjálfunaraðferðum og mælingum eins og byltingarskriða í gegnum allar íþróttir. 

Samhliða lyfjanotkun, sem skóp orðtakið að sá sigraði sem hefði besta lyfjafræðinginn, hefur þessi hlið mála litað mjög alla umræðu og umgerð íþrótta og orðið til þess að hamla gegn misvægi á þessu sviði lyfjanna, meðal annars með heilmiklu regluverki og eftirliti. 

Þegar litið er yfir allt það, sem breyst hefur við það að einn maður henti rúmlega 7 kílóa kúlu út úr lokuðum hring, yfir í það að fara heilan hring með kúluna inni í hringnum í afar flókinni hreyfingu, sést, að samanburður á afreki Husebys og núverandi heimsmethafa er nánast út í hött.  


mbl.is Sló 31 ára gamalt heimsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hygg að Huseby hefði geta náð mun lengra með nútíma aðferðinni slikt náttúrufyrirbrigði sem hann var að líkamlegu atgervi.

Halldór Jónsson, 20.6.2021 kl. 00:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Að fara fullur heljarstökk jafnfætis í kuldaúlpu afturábak á gangstétt með brennivínsflösku í höndinni hygg ég að fáir leiki eftir.

Huseby var einstakt fyrirbrigði til líkamans.

Halldór Jónsson, 20.6.2021 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband