Flugvellir og skráðir lendingarstaðir hafa almennt átt á brattann að sækja hér á landi undanfarna áratugi og þeim hefur farið fækkandi.
Að hluta til er þetta vegna mikilla vegabóta, en að hluta til vegna almenns áhugaleysis sem hefur líka komið fram í rekstri stórra flugvalla eins og á Egilsstöðum.
Það er ekki eins og þessir lendingastaðir séu það margir að þeir taki mikið frá landvegakerfinu.
Um hálendið liggja til dæmis vegir og vegaslóðar, sem eru samtals meira en 20 þúsund kílómetrar á lengd, en flugbrautir á hálendinu eru samtals innan við tíu kílómetrar, eða um 0,05 prósent af því.
Aðeins einn þessara hálendisflugvalla, Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum, er nógu stór fyrir þær flugvélar sem eru í áætlunarflugi yfir hálendið og getur nýst sem neyðarflugvðllur í flugatviki á borð við það sem varð kveikjan af löggildingu hans árið 2011.
Hann er þó ekki á vegum Isavia, heldur varð að skrá hann sem einkaflugvöll á kostnað og ábyrgð síðuhafa, sem var einmitt að koma í fyrradag úr þriggja daga ferð þangað til að valta völlinn og sjá um að hann stæðist þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru um velli af þessari gerð og stærð.
Þessi árlega vorferð kostar akstur upp á 1800 kílómetra og við það bætast gjöld til Isavia vegna skráningar vallarins, sem kom til dæmis í góðar þarfir í Holuhraunsgosinu þarna skammt frá 2014-2015!
Árin 1938 og 1939 flaug Agnar Koefoed-Hansen á lítilli þýskri flugvél um landið og fann minnst 38 lendingarstaði.
Hann skrifaði Halldóri bónda á Brú bréf og óskaði eftir samþykki hans við að merkja þarna löggiltan flugvöll.
Við völtun vallarins 2012 fundust tvö vörðubrot á vellinum, og gat annað þeirra markað hugsanlega merkingu frá fornri tíð.
Ég gaf henni heitið Agnarsvarða og fimmtu og síðustu braut vallarins heitið Agnarsbraut.
Meðfylgjandi mynd, sem birt verður hér, var tekin við það tækifæri.
Agnar Koefoed-Hansen var stórmerkilegur frumkvöðull og brautryðjandi í flugi og flugvallagerð hér á landi í hálfa öld.
„Flugstöðin er ekki í neinni niðurníðslu“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að halda nafni afa á lofti Ómar
bestu kveðjur
Ragna
Ragna Fróðadóttir (IP-tala skráð) 8.7.2021 kl. 20:25
Getur þú ekki stofnað lítið félag í kringum völlinn og boðið fólki að kaupa sig inn í það til að standa straum af kostnaði og jafnvel kaupa verktaka í þetta? Eða rukkar þú lendingargjöld sem dekka slíkt?
Geir Ágústsson, 9.7.2021 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.