Það er viðurkennt að íslenskur sjávarútvegur og þar með þjóðin sjálf græddi mikið á stríðinu, sem skóp mestu lífskjarabyltingu hér á landi fram að því.
Stríðsgróðinn svonefndi var þó dýru verði keyptur hvað varðaði þær þungbæru og miklu mannfórnir sem íslensk sjómanna- og farmannastétt varð að þola.
Það fór hins vegar ekki eins hátt, að norskur sjávarútvegur var í stöðu til uppgangs, þó ekki hefði verið nema bara vegna þess, að það kostaði mikið að fæða 300 þúsund manna þýskt herlið í landinu.
Eftir stríðið gerðu Norðmenn réttilega mikið úr fórnum og hetjudáðum norsku andsspyrnuhreyfingarinnar, en hitt fór lægra, að ótrúlega margir Norðmenn gengu í lið með her nasista á austurvígstöðvunum.
Um allt þetta og margt fleira fróðlegt veit Magnús Þór Hafsteinsson mikið og hefur skrifað um það bækur.
Hinn norski Joseph Göbbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokkrir Norðmenn fóru til Finnlands að berjast við Rússa áður en Hitler réðist inn í Rússland. Þeir komu heim sem meintir svikarar af því að í millitíðinni hafði Hitler ráðist á Rússa sem voru þá orðnir bandamenn, en Finnland í liði orðið Öxulveldanna.
Rúmenar lentu reyndar í sömu fléttu örlaganna og Finnar.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 11.7.2021 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.