"Það verða ekki fleiri sektarlömb"? Jæja? En það er framför að fækka þeim.

Það er ágætt að reyna að fækka svokölluðum sektarlömbum úr úrslitaleikjum, en það er líklega hvorki mögulegt að útrýma þeim né ráðlegt að reyna að útrýma þeirri dramatík, sem hefur gert boltaíþróttir vinsælar. 

Og svo er líka ávallt sá möguleiki í lok hvers leiks, að leikmaður, sem kemst í dauðafæri á síðustu sekúndum eða mínútum leiksins, klúðri því illilega og skjóti í stöng eða brenni hreinilega af. 

Saga boltaíþrótta geymir hins óteljandi atvik af því tagi að annað hvort ráðist úrslitin á því að sóknarmaður klikki illilega á ögurstund við að skora, eða að varnarmaður mistakist með herfilegum mistökum. 

Umbætur sem miða að því að fækka slíkum atvikum mega ekki ganga svo langt að gerilsneyða leikinn, heldur er mun mikilvægara að útrýma þeirri dómhörku sem felst í þvi að ofsækja þá, sem lenda í því, sem er óhjákvæmilegt í öllum íþróttum og er bara mannlegt og er sameiginlegt öllum mönnum, að geta skjátlast eða gert mistök í því sem er sameiginlegt öllum mönnum, ófullkomleikanum. 

Em það, til dæmis dómgæslan, er það sem gerir knattspyrnuna of svo ómótstæðilega. 


mbl.is Fyrst vítakeppni, síðan framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband