Benz að undirbúa stórt skref í framleiðslu tengiltvinnbíla.

DSC09683Helsti möguleikinn á því að efla notagildi tengiltvinnbíla er að bjóða þá með stærri rafhlöðum en hingað til svo að oftar sé hægt að láta rafmagnið knýja þá sem mest eingöngu. 

Flestir tengiltvinnbílar um þessar mundir eru aðeins með um 35-55 kílómetra drægniá raforkunni einni og af því leiðir þarf bensínvéin oft að koma til hjálpar, ekki síst á langferðum.  

Á þessu ári munu Mercedes-Benz verksmiðjurnar kalla til sögunnar nýja útgáfu af C-klassa-gerðinni. DSC09682

ar er tengiltvinnbíllinn langáhugaverðastur vegna þess að í honum verður um tvöfalt stærri rafhlaða en er í flestum tengiltvinnbílum, eða 24,5 kílóvattstundir. 

Þetta er svipuð rafhlaða að stærð og rafhlaðan í fyrstu kynslóð Nissan Leaf, sem var hreinn rafbíll og bauð því ekki upp á hjálp frá bensínvél. 

Ef fleiri fylgja í fótspor Benz varðandi rausnarlegt framboð á mjög stækkuðum rafhlöðum, gætu spennandi tímar verið framundan á markaðnum fyrir tengiltvinnbíla. 

Þeir tengiltvinnbílar, sem hafa boðið hingað til upp á stærstar rafhlöður eru Toyota RAV 4 og Suzuki Across, sem eru með um 18 kwst rafhlöður, sem gefa allt að 75 kílómetra drægni. 

Reikna má með allt að 100 kílómetra drægni hjá hinum nýja C-klassa bíl, sem einnig verður heldur rýmri en sá bíll, sem hann leysir af hólmi. 

Fyrir yfirgnæfandi hluta eigenda þessara bíla gæti blasað við að gefa bensínvélinni nær alveg frí, og yrði það stórt framfraspor.  


mbl.is Mikil sala tengiltvinnbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband