Ýmsir merkisstaðir í eyði gætu boðið upp á messuhald á sumrin.

Loðmundarfjörður og raunar svæðið allt milli Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðar er einstaklega áhugavert svæði fyrir ferðafólk, og þarf ekki annað en að nefna fjölin Hvítserk og Skæling sem dæmi, annað þeirra dæmalaus líparítgersemi og hitt blasir af hafi við eins og risavaxin austrænt hof.  

Fyrir um áratug var stofnað gallhart áhugamannafélag um stórskipahöfn í Loðnmundarfirði fyrir komandi ummskipunarhöfn á Íslandi í keppni við Bremerhaven og gerð jarðganga þaðan yfir á Hérað og hraðbrautar um endilangt hálendið til Reykjavíkur!  

Hér og þar í eyðibyggðum Íslands standa kirkjur á sögustöðum, sem eiga það skilið að þeim sé sýndur sómi, til dæmis með árlegri sumarmessu. 

Má nefna kirkjuna á Stað í Aðalvík í Hornstrandarfriðlandi sem dæmi. 

Árum saman hefur verið messað í eyðidalnum Austurdal í Skagafirði að Ábæ, en dalurinn sá og gljúfrin hans miklu allt niður fyrir Villinganes er mögnuð perla, ekki síst fyrir möguleikana á siglingu niður eftir þeim. 

Þegar Davíð Oddsson sagði í tengslum við Kárahnjúkavirkjun að "kontóristar í Reykjavík" ættu ekkert með það að skipta sér af stórframkvæmdum, og átti þar við úrskurð Skipulagsstofnunar um mesta umhverfishervirki Íslandssögunnar, brá svo við að mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Villinganesvirkjunar flaug í gegn um mat á umhverfisáhrifum. 

Samt átti að drekkja stórum hluta af ánni í aurugt miðlunarlón, sem myndi fyllast á nokkrum áratugum og gera virkjunina ónýta, að ekki sé nú talað um gljúfrin og flúðasiglingarnar. 

Af andófinu gegn þessari virkjun um 20 árum fyrr er til stórkostlega saga af öndvegiskonunni Guðrúnu þarna á bænum, sem tilefni væri til að skrifa upp sem allra fyrst. 


mbl.is Messað í eyðibyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband