24,4 stig í 660 metra hæð á Sauðárflugvelli í dag. "Hásumar".

Klukkan 16:00 í dag komst hitinn í 24,5 stig á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum, sem er í 660 metra hæð yfir sjávarmáli; 5 metrum meiri hæð en tindur Vífilsfells. BISA, Sauðárflug-völlur, Jodel-vélar

Dagurinn var vel við hæfi til þessa tiltækis, því að 20. júlí er að meðaltali hlýjasti dagur ársins og að því leyti frekar hásumar heldur en 20. júní þegar sól er hæst á lofti. 

Ástæðan liggur í fyrirbrigði, sem nefnist tregða og lýsir sér til dæmis í því að hiti lofthjúpsins fylgir sólarganginum ekki beint eftir, því að það tekur tíma fyrir hann að drekka í sig áhrif hita sólarinnar. 

Veðurmælingastöðin með heitinu "Brúaröræfi" er aðeins fjóra kílómetra frá vellinum og er í 750 metra hæð.  Hæðarmunurinn, 90 metrar, þýðir, að á aðgiska 0,4 stigum sé hlýrra niðri á vellinum, en einnig er völlurinn í örlitlu skjóli og sléttur og dökkleitur, þannig, að hitamunurinn og veðurstöðinni gæti verið eitthvað meiri en 0,4.    


mbl.is Stukku í Jöklu til að kæla sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband