Þegar unnið var að gerð nýrrar stjórnarskrár 2011 varpaði síðuhafi því upp í umræðunni, að enda þótt þingmeirihluti kynni að virðast öruggur um nýja og góða stjórnarskrá, væri það í raun annar og þverpólitískur þingmeirihluti, sem ráða myndi úrslitum hverju sinni:
Það væru þeir frambjóðendur sem gætu setið rólegir heima hjá sér áhyggjulauir á kosninganott í trausti þess að þeir "væru í öruggu sæti."
Þegar á hólminn væri komið í afgreiðslu stjórnarskrár með beinu lýðræði myndi hver þingmaður um sig velta því fyrir sér, hvrenig hann færi sjálfur út úr kosningakerfi, þar sem þeir réðu röð á listum sem röðuðu nöfnum hinna kjörnu beint í kjörklefanum.
Þrátt fyrir allt lýðræðistalið vegur óttinn við hugsanlegt vald kjósenda þungt í hugum þeirra stjórnmálamanna sem eiga sitt undir því.
Og þrátt fyrir skort á beinu lýðræði hefur margur frammámaðurinn stundum farið flatt í kjörklefanum.
Tryggvi Þórhallsson, sem verið hafði forsætisráðherra, féll fyrir hinum kornunga Hermanni Jónassyni í Strandasýslu 1934.
Emili Jónsson forsætisráðherra féll fyrir hinum kornunga Matthíasi H. Matthíassyni í Hafnarfirði 1959.
Jón Pálmason, forseti sameinaðs Alþingis féll fyrir hinum hressa Birni Pálssyni í Austur-Húnavatnssýslu í sömu sumarkosningum.
Ef rétt er munað komst Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ekki á þing 2007.
Tveir ráðherrar í bráðri fallhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að því er ég best veit þá geta kjósendur strikað út nöfn af listanum sem þeir kjósa eða breytt röðinni á honum. Þetta er að vísu dálítil fyrirhöfn sem þarfnast kannski undirbúnings, en mér finnst að kjósendur ættu að nýta sér þennan rétt enda þótt takmarkaður sé.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 14:16
Reynslan síðustu 70 árin hefur sýnt, að þetta hefur ekki virkað, eða síðan Björn Ólafsson (Kókakóla Björn) varð fyrir afdrifaríkum útstrikunum hjá kjósndum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ómar Ragnarsson, 23.7.2021 kl. 15:17
Það var ekki unnið að gerð nýrrar stjórnarskrár 2011. Það voru unnar tillögur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Það er munur þar á.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.