"Þotan" lifir áfram góðu lífi.

Enn er verið að fjalla drjúgum um "þotuna" sem ríkisstjórnin tók á leigu í dag.  

Þetta orðalag er meira en lítið ónákvæmt því að farþegaflug í heiminum er rekið með þremur megintegundum af flugvélum: 

1. Flugvélar með bulluhreyflum. 

2. Aflmeiri og hraðskreiðari flugvélum, sem líka eru knúnar áfram af flugvélaskrúfum en eru eins konar millistig milli bulluhreyflavéla og þotna, en þoturnar eru aftur á móti miklu hraðfleygari og háfleygari en skrúfuþotur. 

3. Farþegaþotur, sem eyða mun meira eldsneyti en komast hærra og hraðar. 

Með því að staglast á því að vélin sem flaug með ráðherrana hafi verið þota, er verið að gefa í skyn að um hámarksbruðl hafi verið að ræða. 

Vísað er til annars bloggpistils hér á síðunni um stærð skrúfuvélarinnar sem notuð var, sem var áreiðanlega lang besti kosturinn til þess að sem flestir ráðherrar gætu komið saman til þess að taka jafn stóra ákvörðun og þurfti að taka og það sem fyrst. 


mbl.is Ríkisstjórnin tók þotu á leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skrúfuþota.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 21:39

2 identicon

Flugvél með skrúfu er ekki þota. Punktur.

ls (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 22:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú ef hún notar þotuhreyfil til að knýja skrúfuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 22:29

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Rétt hjá þér Ómar.

Turboprop (flugvélahreyfill með túrbó-forþjöppu sem beinir nær öllum þrýstingnum inn á sjálfan hreyfilinn en ekki út úr hreyflinum að aftan) er að sjálfsögðu ekki þota. Ekki frekar en Saab-turbó var flugvél. Vickers Viscount var til dæmis þessi "þota" sem blaðablaðablaðamaðurinn skrifar um. Hún fékk flughæfni sina viðurkennda 1949.

Og hverjir muna ekki eftir CL-44D4 túrbóprop-vél Loftleiða, sem á sínum tíma var stærsta farþegaflugvélin sem flaug yfir Atlantshaf. Loftleiðir markaðsfærðu hana sem Rolls-Royce 400 PropJet. Hún var ekki þota.

En þetta ferðalag þrennunnar í EES-Turnspírunni er samt sprenghlægilegt. Það beið bara eftir því að verða blaðablaðablaðamönnum að bráð (skjátröllunum). Smjattpattarnir.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2021 kl. 22:59

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef ég væri bæjarstjórinn á Egilsstöðum þá hefði ég í hvelli flutt fundarborð bæjarstjórnarinnar út á flugbrautina og sagt þrennunni í EES-turnspírunni um borð í "þotunni", að hún gæti því miður ekki lent, því verið sé að þétta fundina á staðnum. Þetta hefði ég gert fyrst að sjálf ríkisstjórnin er svona handónýt að hún lætur gorgonsólana í bæjarstjórn Reykjavíkur eyðileggja aðstæður allra Íslendinga á Reykjavíkurflugvelli.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2021 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband