Sum mál eru í gangi. "Gat ei nema guð og eldur..."

Þessa dagana eru liðin tíu ár frá því að stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis afrakstur vinnu sinnar; nýja stjórnarskrá.

Slíkt plagg, íslenskt, samið af Íslendingum, var draumur Jóns Sigurðssonar á Þjóðfundinum 1851.

Við vinnuna 2011 höfðu verið skoðaðar fjölmargar nýjar stjórnarskrár bæði nágrannalandanna og fjarlægari landa, þar sem meðal annars voru ákvæði um auðlindir, umhverfismál og náttúru.

Ekki er orð um slíkt að finna í núverandi stjórnarksrá Íslands, enda var hún samin af Dönum og skenkt Íslendingum árið 1874.  

Mikilvægasta hugtaki 21. aldarinnar, sjálfbær þróun (sustainable developement) er slegið föstu í auðlindakaflan stjórnarkrárinnar frá 2011 og samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Eldgosið,ljm.29.7. 2021

Ef einhverjum hefur fundist ástæða til þess að skjóta upp einum flugeldi í tilefni tíu ára afmælisins, þurfti þess ekki í nótt. 

Frá Reykjavík, aðsetri Alþingis, blasti við flugeldasýning sjálfrar náttúrunnar, eldgossins við Fagradalsfjall, sem minnti á, að Ísland og þar með land, þjóð og tunga, er smíðað af eldfjöllum. 

Sjá má stutt myndskeið á facebook síðunni í dag. 

Ljósmyndin hér er aðeins sem daufur endurómur af því og vegma afstöðunnar til myndatökustaðarins sýnist fjallið Keilir standa í ljósum logum eins og risavaxinn kyndilberi.  

Um eitt eldfjallanna, fjallið Skjaldbreið, sem lagði til land undir Alþingi, orti Jónas Hallgrímsson: 

"Gat ei nema guð og eldur / gjört svo dýrlegt furðuverk."

 


mbl.is Bárðarbunga að þenjast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband