30.7.2021 | 01:49
Kaldhæðni goggunarraðarinnar í jarðgangagerð.
Hvalfjarðargöngin mörkuðu að vissu leyti tímamót í jarðgangagerð hér á landi. Umferðin um þau var fyrirsjáanlega það mikil, að ekki yrði hægt að hafa þau einbreið að neinu leyti.
Eftir á að hyggja eru þau í þrengsta lagi, en þó flokki ofar en jarðgöngin sem á undan komu, Ólafsfjarðargöngunumm, Vestfjarðagöngunum og Strákagöngunum.
Þegar tímar hafa liðið hefur komið í ljós sú mótsögn að við það að síðastnefnd jarðgöng voru sett framar í eins konar goggunarröð íslenskra jarðganga og urðu að vera einbreið að stórum hluta, kemur æ betur í ljós eftir á að þetta verður æ meiri dragbítur fyrir notendurna eftir því sem tíminn gerir þau meira og meira úrelt og með minnkandi notagildi.
Lögreglan í vandræðum með Vestfjarðagöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Strákagöngin 1965-1967 voru barn síns tíma og ekki i neinni goggunarröð,bara gerð á röngum stað, umferðin a þeim árum krafðist ekki tvibreiðragangna.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.7.2021 kl. 09:25
Hef aldrei skilið þetta kjaftæði um að göngin þurfi að vera tvíbreið þegar bæði aðkoman og frárennslið er einbeitt.
Bjarni (IP-tala skráð) 30.7.2021 kl. 12:02
Eitt helsta viðfangsefnið síðustu árin bæði hér á landi og erlendis eru auknar kröfur um öryggi í göngunum.
Ómar Ragnarsson, 30.7.2021 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.