Minnir á frumbyggja í Kenía í Austur-Afríku rallinu.

Þegar tímabil Austur-Afríku rallsins hófst sem liður í Heimsmeistarkeppni í rallakstri vakti það athygli um allan heim þegar ungir og fífldjarfir frumbyggjar stunduðu sérsakta keppni út af fyrir sig, sem fólst í því að hópast inn á keppnisleiðirnar (sárleiðir með ótakmörkuðum hámarkshraða) og keppa í því hver forðaði sér síðastur út af leiðinni áður en aðvífandi keppnisbíll skylli á honum og steindræpi hann. 

Hið skondna og jafnframt dapurlegasta við þetta fyrirbæri var hver þróun þess var fyrir atbeina vestrænna fjölmiðla, sem áttu varla orð yfir þessum fáránlega fiflagangi hinna innfæddu, en fóru sjálfir að keppa um það hver næði bestu myndunum af hinu stórhættulega rugli. 

Nú er ekki fjarri því að hafin sé svipuð keppni hér á landi varðandi það, hver geti sýnt af sér mestan glannaskapinn og fífldirfskuna gagnvart hraunstorku, sem býr yfir lymskulegum  óútreiknanleika, sem getur verið lífshættulegur. 

Partur af því getur falist í því að öðlast fimm mínútna heimsfrægð ef illa fer, en þá vaknar spurningin hvort dulin keppni í því að ná sem bestri mynd af því, sé nokkuð betri en gerningurinn sjálfur.  


mbl.is Sátu á hrauninu og grilluðu sykurpúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband