Hve langan tíma í viðbót hefði þurft í Afganistan?

Þegar blásið var til innrásar í Afganistan var það von manna að mesta herveldi heims myndi með aðstoð nokkurra bandamanna sinna takast að uppræta hryðjuverkasamtök þar, vinna bug á Talibönum og þoka þjóðinni til nútímalegri lifnaðarhátta. 

Rússar höfðu að vísu lagt í svona hernað þar allan áttunda áratuginn en gefist upp og mátti heimsbyggðin horfa upp á valdatöku Talibana 1994.  

Þessi bitra reynsla Rússa virtist ekki fæla Bandaríkjamenn frá því að ráðast með her inn í landið. 

Það vekur upp spurninguna hvort þeir hefðu farið út í þetta ef þeir hefðu vitað um það að framundan væri stríð, sem ekki sæi fyrir endann fyrir eftir tuttugu ár. 

Að vísu tókst að hafa hendur í hári Osama bin Laden og hefna með því fyrir árásina á Tvíburaturnana 11. september 2001. 

En hvað olli því að stríðið hélt samt áfram í áratug í viðbót?

Bandaríkjamenn eru nú gagnrýndir fyrir svik við afgönsku þjóðina, en ýmsar spurningar vakna. 

Hvernig má það vera að Talibanar náðu landinu öllu á sitt vald að því er virtist fyrirhafnarlaust nánast á örfáum dögum og að stjórnarherinn hreyfði varla hönd né fót þótt á pappírnum virtist stjórnarherinn hafa yfirburði í herafla, bæði hermannafjölda og hergögnum. 

Nauðsynlegt er að fá svar við þessari spurningu áður en ákvörðun tveggja Bandaríkjaforset um brottför er fordæmd. 

Svara þarf því líka, hve mörg ár í viðbót Tony Blair og fleiri telja að þurfi til þess að vinna fullnaðarsigur og hvers vegna það verði miklu léttara en að vinna Víetnamstríðið á sínum tíma. 

Biden sagði að stjórnarherinn hefði algerlega skort baráttuvilja, og ef svo er, hvaða ástæða er til að ætla að erlendur her sem berst gegn innfæddum, hefði náð meiri árangri?  


mbl.is Blair: Brottför Bandaríkjahers hræðileg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mun vera erfitt að "kristna" múslímalönd. Þó er ekki útséð um að starfsemi Vesturlandabúa í Afganistan síðastl. 20 ár muni hafa einhver áhrif, einkum á ungu kynslóðina. Þetta mun þó sennilega ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.8.2021 kl. 23:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stórgóðar vangaveltur. Ég mæli með viðtali um málið sem skýrir ýmislegt:

https://tomwoods.com/ep-1952-scott-horton-on-what-just-happened-in-afghanistan/

Geir Ágústsson, 23.8.2021 kl. 06:08

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Upp undir 60% af Afgönum hafa afkomu sína sem fátækir smábændur. Uppskerubrestur 2018 og að því virðist áframhaldandi slæmt þurrkatímabil vegna hlýnandi veðurfars hefur sent þá til stærri bæja í leit að vinnu sem ekki er í boði. Þeir geta því ekki framfleytt sér og fjölskyldunni en þá koma Talibanar og bjóða gull og græna skóga ásamt sæluvist í himnaríki - hljómar kunnuglega

Þeir sem hirtu peningana eru þeir sem flúðu land - sbr. forsetinn

Grímur Kjartansson, 23.8.2021 kl. 07:06

4 identicon

Sæll Ómar.

Loksins lærður Bandaríkjamenn lexíu dagsins,
að þrátt fyrir auðlindir landsins og freistingarinnar
að nálgast þær færi best á að láta það ógert.

Enda fá Bandaríkjamenn þegar á árinu 2022 um annað
og öllu erfiðara mál að hugsa þegar Kínverjar
taka út arðinn af kínversku drepsóttinni.
Dettur mönnum virkilega í hug að sýklahernaði sé lokið?

Óvinur Kínverja númer 1, 1 og 1 eru Bandaríkin
og þeim hugsuð þegjandi þörfin.

Í bækistöðvum í landi í Asíu er þegar unnið hörðum höndum
að því sem koma skal.

Hverjum datt í hug að um einhverja siðbót yrði að ræða
í Afghanistan?!

Segi nú bara eins og prestur í bæjarfélagi nokkru úti á landi
þar sem lítil ánægja var með eitt og annað eins og vill verða:
Heldurðu að þetta séu helvítis vitleysingar!

Þó menn hefðu 10.000 ár til að breyta trúarbrögðum
í Afghanistan þá dygði það ekki frekar en ef þau væru 50.000.
Hér tæki það eitt ár ef nægir peningar væru í boði,
hef ég grun um. Sá er munurinn mestur orðinn á Kristni og Islam.

Sérstakt ánægjuefni er að sjá þá fóstbræður, Biden og Trump,
sameinast um að gæta hagsmuna Bandaríkjanna.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.8.2021 kl. 12:35

5 identicon

"We have to bring them democracy" sagði Búss.

Svo voru þeir líka á eftir Mohamed Omar!

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 23.8.2021 kl. 16:45

6 identicon

Enn eru þeir í Kóreu og ekki heyrast mikil mótmæli gegn því. Aldrei var raunhæft að fara í stríð til sameina allt landið og útrýma talibönum en það var vel hægt að hafa viðveru þarna til að halda stórborgunum frá þessum öfgamönnum og gefa konum og öðrum sem talibanar ofsækja tækifæri á einhverskonar frelsi. Það er ekki eins og Bandaríkjamenn og Bretar hafi ekki átt neinn þátt í að skapa þetta ástand svo einhver er ábyrgðin.

Bjarki Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.8.2021 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband