Hláleg "jepp"keppni. Var Bjallan jeppi?

Sífellt fjölgar þeim bílum, sem fluttir eru til landsins og skilgreindir með orðmyndinni "jepp", svo sem sportjeppi, borgarjeppi og jepplingur. 

Til þess að geta skreytt þessa bíla með því að líma þessa skilgreiningu inn í lýsingu á þeim þarf ekki fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, háa skögun né veghæð, sem er umtalsvert hærri en á venjulegum fólksbílum.  

Nefna má bíla hér fyrr á tíð sem voru aldrei skilgreindir sem jeppar að neinu leyti þótt þeir væru með eitthvað af ofantölu, svo sem sæmilega veghæð. 

Volkswagen Bjalla var með 20 sentimetra veghæð óhlaðinn, og af því að vélin fyrir aftan afturhjól og bíllinn með drif á afturhjólum, var hann duglegur að komast upp grófar brekkur.  Orðmyndin "jepp" þó aldrei notuð um hana. 

Jeppar þess tíma voru með stífa, heila driföxla, (hásingar) og því var veghæðin aldrei minni en uppgefin var. Bjallan var hinsvegar með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólumm og veghæðin var því aðeins 15 sentimetrar þegar hún var hlaðin, og ef hún fjaðraði niður á við gat hæðin farið niður í 10 sentimetra. Sú veghæð var gefin upp og þess getið að hún ætti við þegar bíllinn væri fullhlaðinn. (laden

Sportjeppar, borgarjeppar og jepplingar nútímans eru ekki með stífa drifhásingar og því getur  "jepplingur", "borgarjeppi" eða "sportjeppi" nú dögum að vísu verið með 17 eða 18 sentimetra veghæð ef enginn er u borð í bílnum, en sé hann fullhlraðinn er veghæðin komin niður i 11 til 12 sentimetra, og enn minna ef hann fjaðrar niður á við í akstri á ójöfnum vegi og því víðsfjarri því að geta borið "jepp" orðmyndina. 

Ekki er langt síðan að ný bílgerð var flutt til landsins og auglýst sem "fyrsti rafjeppinn", hvorki meira né ninna. 

Þó er ekkert afturdrif á honum, veghæð hans óhlaðinn með öllu var aðeins 17 sentimetrar og framendinn er lágur og skagar langt fram. 

Þegar fjórhjóladrifnir fólksbílar af gerðinni Subaru Leone, voru þeir með hátt og lágt drif og 17,5 sentimetra veghæð. 

Engum lifandi manni datt í hug að kalla þessa bíla jeppa, jepplinga, sportjeppa eða borgarjepplinga. 

Núna er jafnvel gert mikið úr því að ný jepplingagerð sé með 18,2 sm veghæð, eða 0,7 sentimetrum meiri en var á Subarunu í den. Litlu verður Vöggur feginn. 

Ameríska tímaritið Consumer Guide gaf ævinlega upp í sínni bílaumfjöllun veghæð, sem var miðuð við að bílarnir væru fullhlaðnir. Fyrstu RAV 4 bílarnir voru í tímaritinu sagðir með 11 sentimetra veghæð. 

Núna sést þeta ekki lengur; allir í bílabransa heimsins sokknir í jepparuglið og ganga Íslendingar lengst, því að erlendis er notað hugtakið SUV, skammstöfun fyrir Sportnytjabíll, sem getur jafnvel átt við Dodge Caravan og Renault Espace. 

Bílaframleiðendur reyna að klína orðmyndinni "cross" inn í tegundarheiti þessara bíla til þess að sveipa þá jeppaímynd, en erlendis er orðið cross country notað yfir torfæru- eða víðavangsakstur.

Hlálegast er eitt algengasta svar Íslendinga þegar þeir uppgötva að nýkeyptir bílar þeirra séu ekki með fjórhjóladrif: 

"Það gerir ekkert til; það halda allir að ég sé á jeppa."


mbl.is Hyundai frumsýnir jeppling á viðráðanlegu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband