"Blásker liggur brotið...". "Innsog að vori..."

Svo lengi sem gerð verða ljóð og textar við íslensk lög verður hætta á því að rangt sé farið með sumt eða misskilningur um annað. 

Allar kynslóðir landsins sungu "Litlu fluguna" þegar hún varð á allra vörum sama kvöldið og hún var frumflutt í útvarpsþætti Péturs Péturssonar, sem hét "Sitt af hverju tagi."

Hins vegar vafðist eitt orð talsvert fyrir mörgum, einkum hjá ungviðinu, en það var upphafsorðið í þriðju ljóðlínu: "Bláskel liggur brotin milli hleina." 

Voru sungnar margar útgáfur af orðinu, oftast "blásker" sem var auðvitað gersamlega óskiljanlegt. 

Ungur sonur vörubílstjóra heyrði og skildi ekki alveg hvað sungið var í þriðju ljóðlínu lagsins, sem gekk undir heitinu "Hvað er svo glatt?" en hét raunar "Vísur Íslendinga."

Þvert á þá skilyrðislausu hrynjandi í íslensku, ekki hvað síst í ljóðum þjóðskálda, eru áherslurnar í ljóðinu  að fyllilega í samræmi við kröfuna um að áherslur í íslensku séu ævinlega á fyrata atkvæði hvers orð, en um leið og byrjað er að syngja lagið er þessi regla þverbrotin æ ofan í æ. 

Til dæmis er síðari hluti fyrsta vers ævinlega sungin svona: (áherslurnar feitletraðar)

 

"Einsog að vori laufi skrýðist lundur

lifnar og glæðist hugarkætin þá." 

 

Kornungur vörubílstjórasonurinn ruglaðist á fleiru en áherslunum í þessu erindi og söng hástöfum: "Innsog að vori..."


mbl.is Misskildustu íslensku lögin: „Við syngjum öll slefa og prumpa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér fannst alltaf að Bláskle væri bátur ern ekki skel.

En þetta er hárrétt athugað og fleiri en tæknimannasynir sem syngja þetta svona án þess að fatta eitthvað misjafnt.

Halldór Jónsson, 23.8.2021 kl. 16:08

2 identicon

Sæll Ómar.

Aða er töluvert stærri en bláskel
sem ungviði hafði gjarna fyrir hesta
í búsýslu sinni.

Frá því segir í Norðurljósinu, 1985, 66. árg.
að bréfmiði hafi sést skaga úr skel þessari 
og var nokkur forvitni sem ríkti yfir innihaldi bréfkornsins,
en það var þetta: Hvar verður þú í eilífðinni?

Bláskel eða öllu heldur fiskur hennar eitraður í -r lausum mánuðum
og ef til vill fleiri sem kannast við hana undir heitinu kræklingur

Síðuhafi þaulkunnugur kveðskap og virðingarvert framlag hans í því efni
nú sem áður.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.8.2021 kl. 21:21

3 identicon

Sæll Ómar.

Orðalagið á setningunni sem fannst
í öðuskelinni var skýring þess að ég tiltók
hana sérstaklega.

Hún er sem sagt algjörlega í takt við Plató
sem gerði ráð fyrir guðlegum neista í hverjum manni.

Enda býr með hverjum manni tilfinningin að vera eilífur
og yfirlýsingar um að vilja hverfa sem fyrst af jörðu
eru sjaldnast sannleikanum samkvæmt.

Í 99% tilvika muntu sjá og þreifa á að þrátt fyrir að
öllum sé kunnugt um það óhjákvæmilega, - þá trúa þeir því ekki
þegar nær er gengið!

Miklihvellur og þróunarkenningin, - Guð almáttugur hjálpi mér!!, -leyfi mér hikstalaust að taka mér í munn setningu er maður nokkur var sagður
hafa farið með: Ég hló svo mikið að ég hélt ég væri orðinn vitlaus!!

Eilífðin, hún var og er!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2021 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband