Þétta þarf net hleðslustöðvanna.

Þótt drægni rafbíla hafi vaxið undanfarin ár, blasir við, að fjölgun hleðslustöðva er eitt mikilvægasta atriðið í orkuskiptunum, því að séu stöðvarnar ekki nógu margar, er fjölgun rafbílanna farin að vinna á móti sér. 

Og enda þótt fjöldi hleðslustöðvanna einn og sér þyki mikilvægur, þarf líka að þétta netið þannig að ekki sé of langt á milli þeirra. 

Lengi vel var full langt á milli Borgarness og Staðarskála, um 90 kílómetrar, og líka á milli Varmahlíðar og Akureyrar, svo að dæmi sé tekið. 

Oft gleymist það þegar hleðslustöðvarnetið er skoðað, að yfirleitt er ekki hægt að komast upp í nema 80 prósenta hleðslu, því að hleðslan verður hægari í lokin. 

Undanfarin misseri hefur verið ákveðið hestaflakapphlaup eða rafhlöðukapphlaup í gangi, en rétt handan við hornið glyttir þó í bíla sem eru ódýrari en þessir ofurbílar, og má þar nefna Dacia Spring sem dæmi. 

Nefna má líka lika tveggja til þriggja manna rafbíla, sem verða með drægni upp á 100 til 130 kílómetra til þess að gefa færi á að selja ódýrari bíla en nú eru í boði. 


mbl.is ON opnar nýjar hleðslustöð við Baulu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott og blessað að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um landið. En af hverju þarf að refsa þeim sem kjósa eða neyðast til að keyra bíla á jarðefnaeldsneyti? "Taka upp refsivöndinn" eins og hinn glaðhlakkalegi Stefán Gíslason segir. (Hlutlaus sérfræðingur hjá RÚV en vinnur þó fyrir einkagróðafyrirtæki!).

Af hverju er ekki hægt að fara sömu leið og Þjóðverjar og skapa skemmtilega stemningu um umhverfismál? Aðferðafræði þeirra er að hafa val - Menn geti alltaf valið umhverfisvænstu leiðirnar (meintar) eða haldið sig við gömlu lausnirnar.

Hví þarf að hafa refsivöndinn á lofti hér á Íslandi?

 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 23.8.2021 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband