Jaðarflokkarnir fyrstir af stað og hvað gerist nú?

Þessa dagana má sjá hvernig tveir flokkar úti á jöðrum íslenskra og erlendra stjórnmála hafa þegar hafið markvissa kosningabaráttu og eru þar með með frumkvæðið í henni eins og er. 

Þetta eru Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn. 

Sósíalistarnir kenna sig við stefnu þar sem harðsnúnir valdhafar náðu meira en 70 ára valdaferli í stórum hluta Evrópu og viðar og  fékk að gera rosalega tilraun, sem mistókst hrapallega. 

Nú telja sósíalistarnir geta boðið fram eins konar manneskjulegan og lýðræðislegan sósíalisma eins og Ungverjalandi og Tékkó 1956 og 1968, en barinn var niður með hervaldi. 

Miðflokkurinn kennir sig að vísu við miðjuna en hefur nú farið fram með látum með stefnu, sem er óvenjulega langt úti á hægri kantinum. 

Minnir um margt á Trump, að setja allt á fullt hér á landi við að auka neyslu og framleiðslu sem allra mest á þeim tíma í heimssögunni, sem rányrkja og taumlaus græðgi stefnir auðlindum jarðar í þrot. 

"To make America great again" var slagorðið sem Trump notaði um svona stefnu og hann náði athyglinni og umtalinu og þar með frumkvæðinu vestra.  

Á auglýsingamynd frá Miðflokknum er birt mynd af einu af hverasvæðum Íslands ósnortnu og þess krafist að þegar í stað verði hafin stórsókn til að virkja jarðvarmann sundur og saman. 

Trump gekk aldrei svona langt, enda halda Bandaríkjmenn sig enn við þá 140 ára gömlu stefnu að Yellowstone sé "heilög jörð¨" þar sem aldrei verði svo mikið sem einn af 10 þúsund hverum snertur. 

Í ofanálag boðar Sigmundur Davíð þá stefnu, að hámarksneysla verði keyrð inn í allt hagkerfið, ekki síst flugið. 

Fróðlegt verður að sjá hverju kröftug byrjun jaðarflokkana tveggja muni skila þeim. 

Það hefur áður gerst að kraftmikil og einstrengingsleg þjóðernisstefna hafi skilað ákveðnu fylgi hér á landi og einnig í öðrum löndum og því mátti það vera fyrirsjáanlegt, því miður, að einhver flokkurinn hér myndi róa á þau mið. 

Og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og sjá viðbrögð annarra framboða við eins konar tangarsókn frá jöðrunun til hægri og vinstri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

"Og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu
og sjá viðbrögð annarra framboða við eins konar
tangarsókn frá jöðrunun til hægri og vinstri."

Svo sannarlega má taka undir með óðalsbónda
í þessari hnitmiðuðu akkorðu sem hann setur hér fram
í tilvitnuðum línum.

Miðflokkur 6, Sósíalistaflokkur 6 þingmenn.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2021 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband