26.8.2021 | 10:25
Kommúnistar sóttu á 1937 og fengu 8,4 prósent.
Kommúnistaflokkur Íslands var vaxandi í þingkosningum 1937, fékk 8,4 prósent og þrjá þingmenn.
1938 sameinaðist flokkurinn hluta úr Alþýðuflokknum í Sósíalistaflokknum, en kommarnir höfðu tögl og haldir í þeim flokki alla hans tíð.
Það er því ekki neitt nýtt að sósíalistaflokkur sé að krækja sér í fylgi hér á landi.
Nú eru liðin 82 ár frá 1938 og nær enginn man því persónulega eftir sósíalistum og þeim, sem trúðu á þá stjórmálastefnu sem þá gkk undir því nafni.
Hún var við lýði í Austur-Evrópu allt til falls Berlínrmúrsins og Sovétríkjanna 1989 og 1991.
Á líftíma þessa valdakerfis voru gerðar uppreisnir gegn því í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi um 1980 af fólki, sem trúði því að hægt væri að framkvæma "manneskjulegan og lýðræðilegan sósíalisma".
Allar voru þessar uppreisnir barðar niður miskunnarlaust með hervaldi.
Í kosningabaráttunni framundan verður fróðlegt að bera saman stefnu sósíalista nú við stefnu og stjórnarhætti með sama nafni á rúmlega sjötíu ára tímabili á síðstu öld.
Óverulegar breytingar en sósíalistar sækja á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenskur kommi sagði við mig í Þyskalandi 1959 að gefnu tilkefni uppreisnar held ég "að það þarf enga stjórnarsanstöðu þegar stefnan er rétt".Hann er enn á lífi en ég veit ekki um sannfæringuna
Halldór Jónsson, 26.8.2021 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.