Eins og marghöfða þurs, sem átti að eyða, en lifnar við.

Hryðjuverkahreyfingar öfgatrúar Íslamista líkjast marghöfða þurs, þar sem tvö höfuð vaxa fyrir hvert eitt sem af er hoggið. 

Svipað er að segja um aðsetur þessara hreyfinga. Síðuhafi stóð í 800 metra fjarlægð frá brautarstöð í Brussel vorið 2016 þar sem tugir voru drepnir í sjálfsmorðssprengingu. 

Sagan af glímu vestrænna ríkja við hryðjuverkahópunum hefur ekki verið uppörvandi og hernaðarleg og fjárhagsleg aðstoð á tímum hins svonefnda Arabiska vors leiddi til stofnunar Íslamska ríkisins sem setti allt á annan endan í Írak og Sýrlandi. 

Þar áður hafði innrásin í Írak 2003 á tilhæfulausum forsendum varðandi meint gereyðingarvopn í Írak búið til jarðveg, og í það heila hafa þjóðirnar í Túnis, Líbíu, S nærriýrlandi og Írak hvergi nærri jafnað sig, heldur skall yfir langstærsti flóttamannastraumur á þessum slóðum, sem olli stórvandræðum í Evrópu. 

Innrásin í Afganista og tuttugu ára hernaðaríhlutun vestrænna ríkja þar hafa valdið gríðarlegu eignatjóni og manntjóni, og í bláendann á snautlegri brottför vestræns herafla koma ný og hroðaleg hryðjuverk áður lítt þekktra hryðjuverkasamtaka eins og blaut tuska framan í NATO-þjóðirnar sem héldu að þær væru að uppræta hryðjuverkahópa í eitt skipti fyrir öll með innrásinni og tuttugu ára beitingu hervalds. 


mbl.is Hver eru Isis-K hryðjuverkasamtökin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband