Stríðið í Afganistan: Jafndýrt og rekstur ísl.ríksins í 300 ár!

Nú, þegar tuttugu ára hernaði NATO í Afganistan er að ljúka með greypilegum ósigri og fjöldamorðum hryðjuverkamanna fram á síðustu stund dunda fjölmiðlar sér við að velta upp ýmsum tölum og staðreyndum. 

Það er athyglisverður listi. 

Stríðið var háð til þess að uppræta hryðjuverkasamtök en endar með nýju upphafi á hryðjuverkum fyrir framan nefið á innrásarhernum. 

Þegar Bretar voru stærsta heimsveldið á 19. öld gerðu þeir tvívegis innrás í landið og biðu ósigur og hrökkluðust burtu í bæði skiptin.  

Rússar voru meira og minna í hernaði þar í meira en áratug en biðu ósigur og fóru þaðan 1989, auk þess sem hið dýrkeypta og vonlausa stríð var einn af myllusteinunum um háls Sovétríkjanna, þegar þau hrundu 1991.  

Í kjölfar valdatöku Talibana og veru hryðjuverkasamtaka í landinu, sem réðust á Bandaríkin 2001, gerðu Bandaríkin ásamt nokkrum NATO-þjóðum innrás í landið árið 2001, enn eitt vonlausa stríðið var háð þarna með snautlegum endi sem heimsbyggðin horfin á, þar sem ný og fersk hryðjuverkasamtök núa salti í sárin með mannskæðri morðárás í sjálfri höfuðborginni. 

Og hvað er þetta búið að kosta?

160 þúsund manns hafa verið drepin í þessu stríði og enn fleiri særðir. 

Herkostnaður Bandaríkjamanna er orðinn 255 þúsund milljónir króna, en fyrir það fé væri hægt að reka íslenska ríkið í tæp 300 ár! 

Drjúgur hluti af kostnaðinum fór í að uppræta eiturlyfjaframleiðslu landsins. 

Og hver varð árangurinn?

Jú, í stríðslok framleiðir landið 80 prósent af heimsframleiðslunni á heróini!

Bandaríkin eru eitt af skuldugustu ríkjum heims og skulda víst Kínverjum mest, en meirihlutinn af þessu stríði í Afganistan hefur verið rekinn fyrir lánsfé!

Eftir allan þennan stríðsrekstur erlendra stórvelda og annarra þjóða´í Afganistan, á það ekki að undra neinn þótt hin stríðsþjáða þjóð sé fyrir löngu búin að fá upp í kok af þessu brölti útlendinga í landinu.

Eitt af síðustu verkum Donalds Trumps var að semja beint við Talibana um að bandarískt herlið yrði komið úr landi innan 14 mánaða. 

Innlendu ríkisstjórninni var haldið algerlega utan við þessa samninga. 

Síðan undrast menn það mjög að stjórnarherinn gæfist baráttulaust upp á örfáum vikum eftir svona aðfarir. 


mbl.is Að minnsta kosti 13 látnir í tveimur sprengingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Talandi um tölur og staðreyndir, þá virðast íslenskir ráðamenn og aðrir óþokkar ætlast til að skattgreiðendur hér á spillingarskerinu ali önn fyrir hlutfallslega margfalt fleirri handbendum hernámsliðsins í Afghanistan en Bandaríkjamenn sjálfir.

Jónatan Karlsson, 27.8.2021 kl. 07:15

2 identicon

  FORBES "The War In Afghanistan Cost America $300 Million Per Day For 20 Years"

Höddi (IP-tala skráð) 27.8.2021 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband