Árangursríkasta farartækið er svona í laginu.

Hjólið, sem Arna Sigríður Albertsdóttir notar á Ólympíumóti fatlaðra, er mun merkilegra en sýnist í fyrstu. 900px-Seat_Minimo_Genf_2019_1Y7A5952

Helsta viðfangsefni bílahönnuða á tímum orkuskipta er að finna hagkvæmari leiðir til þess að nota einkafarartæki, allt frá rafreiðhjolum upp í rafknúin léttbifhjól, rafknúin vélhjól af fullri stærð, litla rafbíla og stóra rafbíla. 

Um meðalstóra bíla hefur það lengi gilt, að til þess að ná fram sem bestri hagkvæmni, sé mikils virði að hafa loftmótstöðuna sem minnsta. 

Gildir þar staðall, sem nefndur er cx, og var forðum um 0,50 eða hærri, en er nú á flestum bílum í kringum 0,30 cx.  

Einnig það að bíllinn ryðji sér braut í gegnum loft, sem er með sem minnst flatarmál í þvesniði, "frontal area" á erlendu máli. 

Með því að margfalda fram-flatarmálið með cx fæst tala yfir loftmótstöðu bílsins. 

Vandamálið varðandi loftmótstöðuna vex mjög mikið hlutfallslega eftir því sem farartækin verða minni í formi vélhjóla og örbíla. 

Uppréttur maður, sitjandi á hjóli, er nokkurn veginn eins illa lagaður til að kljúfa loftið og hugsast getur. 

Þess vegna verður niðurstaða Örnu Sigríðar eins útlítandi og raun ber vitni og þríhjólið hennar eins lágt og einfalt og mögulegt er.  

Meðal þeirra mörgu örlitlu rafbíla og nú eru ýmist í hönnun eða komnir á markað, svo sem Minimo hjá SEAT/Volkswagen, eru sætin tvö og farþeginnn sitjandi þétt aftan við bílstjórann, og bíllinn hafður eins mjór og lítill og hægt er til að gera bætta nýtni á gatnakerfinu mögulega og afköst bílsins sem mest. 

Til dæmis sá möguleiki að leggja þremur bílum þversum í stæði fyrir einn. 

 


mbl.is Arna keppir á frægri kappakstursbraut – myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband