4.9.2021 | 22:54
Skúffurnar í þjóðarbókhaldinu.
Hér um árið kom það stundum upp í sambandi við fé, sem eytt var vegna dagskrárgerðar, að stundum væri hægt að hagræða útkomunni með því að skrifa útgjöld á önnur verkefni en þau fóru raunverulega í.
Var slíkt nefnt "skúffubókhald" með því að nota líkingamál.
Svipað væri kannski hægt að segja um þau útgjöld, sem fylgja myndu því að koma á fót almennri "lýðgrundaðri" skimun.
Ef slík skimun, sem tryggir að sjúkdómar uppgötvist, sem annars hefðu fengið að dafna í friði og valda dauðsföllum eða alvarlegum veikindum, yrði tekin upp, væri hægt að lýsa því þannig, að upphæðin, liklega einhverjir tugir milljarða, væru teknar úr sérstakri skúffu í skúffubókhaldi.
Upphæðin, sem sparaðist í þjóðarbókhaldinu í formi mannslifa eða afleiðingra alvarlegra veikinda, yrði hins vegar ekki bókuð, enda erfitt að finna nákvæma krónutölu.
Svona "skúffubókhald" án þess að báðar hliðar væru bókaðar, væri hins vegar rangt í sjálfu sér.
En finna má mýmörg dæmi um það á mörgum sviðum þjóðlífsins að oft er tjón vegna nísku mun hærri upphæð, en hinir nísku ætluðu að spara eða ætluðu sér að spara.
Fleiri deyi úr krabbameini í ristli og endaþarmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.