17.9.2021 | 12:56
Viðbrögðin stundum langt umfram tilefni.
Það er ekki aðeins fólk erlendis, sem æsir sig langt umfram tilefni út af fréttum frá íslenskum eldstöðvum.
Eitt besta dæmið var þegar hálendinu norðaustan Vatnajökuls var lokað af yfirvöldum síðsumars 2014 vegna meintrar hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum, sem gæti klifrað upp mörg hundruð metra háa fjallgarða!
Ekki þurfti annað en að líta á kort til að sjá, að þessi fjöll og fjallgarðar voru algerlega ókleyfir fyrir ána, jafnvel þótt um hamfarahlaup væri að ræða.
Lokunin gilti í meira en mánuð, einmitt þann tíma sem veðurblíða var einstök á svæðinu og ferðamenn hefðu notið þess best.
Fyrst svipað getur gerst æði oft af völdum Íslendinga, er ekki að undra að útlendingar geti ruglast í ríminu.
Eldgosaæfing í Öskju veldur æsingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Campi Flegrei (Logandi vellir) er eldstöð örskammt vestan við Napoli. Þar var stórgos fyrir um 35 þús. árum sem sumir telja að hafi útrýmt Neanderdalsmanninum.
Undanfarin ár hefur þessi gamla eldstöð verið að minna á sig og valdið nokkrum áhyggjum. Annað eins stórgos gæti orðið hundruðum milljónum manna að bana. CAMPI FLEGREI: Italy's Super volcano And Its Mega Eruptions - Part 1
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.9.2021 kl. 16:43
Jarðsagan er býsna löng og 35 þúsund ár eru 350 aldir? Söguskoðun í nútíma getur orðið talsvert snúin í nútíma þótt mest sé til gamans gerð. Í almennri jarðfræði er talað um megineldstöðvar og berglög sem eru yfir 15 m. ára. Öskjukerfið er talið langt og nær út í sjó. Tvær stórar hamfaraöskjur er taldar hafa myndast í nútíma. Áður hafði gosið í gígum sem heita Sveinar.
Jarðfræðingar tala um hvellsuðu í kvikuhólfum, allt fróðlegt og líklega aldrei farið nógu varlega í kringum eldfjöll. Það er talsverð alvara þegar hringt er bjöllum án verulegra raka eða tilefnis. Ef það er gert of oft hætta menn að taka mark á viðvörunum og stofnunum.
Margt annað getur leigið að baki, athygli- og fjárþörf? Veðurstofan fékk á annað hundrað milljónir greiddar úr Viðlagasjóði fyrir skýrslu um ofanflóð á Kjalarnesi. Tilefnið var að einn landeigandinn byggði hús á sandi, undir brattri skriðu, en hreppurinn var gerður ábyrgur og leitað var álits frá sérfræðingum. Gömlu mennirnir höfðu aldrei orðið varir við neinn meiriháttar flóð, en niðurstaðan var að byggð var takmörkuð á ákveðnu svæði.
Sigurður Antonsson, 17.9.2021 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.