Ekki varþörf á aðgát gagnvart sívaxandi ásókn í virkjanir.

Virkjanaáform fara nú mikinn um allt land, og bæði friðun vatnasviðs Jökulfallsins á Kili og veiting náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti í dag bera keim af því. 

Sóst er eftir að reisa á annað hundrað vatnsaflsvirkjanir um allt land og vernd vatnasviðs Jökulfallsins snýst um sama vatnið og rennur um Gullfoss, sem Sigríður í Brattholti bjargaði á sínum tíma. 

Nýjasta aðferð virkjanasinna er að fara framhjá rammaáætlun með því að reisa 10 megavatta virkjanir, og skipta slík virkjanaáform mörgum tugum og stefna á annað hundraðið. 

Í Skaftárhreppi, sem er vettvangur andófs náttúrvirndarviðurkenningarinnar og andófs gegn stórsókn í þessu efni, eru Hólmsá, Skaftá og Hverfisfljót undir og byggist sóknin í virkjun Hverfisfljót á því að byrja á 10 megavatta virkjun neðarlega í ánni, og ef sú fótfesta fæst, verður hægt að taka afganginn með því að búta ána niður í jafnvel nokkrar 10 megavatta virkjanir. 

Að miða umhverfisáhrif virkjana við stærð túrbína er beinlínis fáránleg aðferð og lýsir vel einsýni virkjanasinna sem virðast ekki skilja að umhverfisáhrif fara ekki eftir túrbínustærð; sumar virkjanir með miklu afli kunna að valda mun minni umhverfisáhrifum en virkjanir með litlu afli. 

Búlandsvirkjun er heiti, sem breiðir yfir hið rétta eðli virkjunarinnar að virkja Skaftá, sem eins og Hverfisfljót, rennur yfir hraunin, sem runnu í Skaftáreldum og eru stórkostlega náttúruverðmæti óbeisluð. 

Í mati á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar er ekki minnst á það að fimm fallegir fossar í Skaftá ofan við Skaftárdal, verði þurrkaðir upp og einnig þurrkað upp hið einstaklega fagra hraunkvíslanet þar fyrir ofan.  

 


mbl.is Friðlýsti vatnasvið Jökulfalls og Hvítár gegn orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sístækkandi rafbilafloti kallar a 7-22kw/klst  raf hleðslu hver bíll í 7 klst það er dágott afl sem þarf að renna frá orkustöðvunum þegar verða komnir 250 þúsund slíkir bílar og kanski  flestir hlaða a Sunnudögum fyrir vinnuvikuna.1750 til 5000 MW þarf i það

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.9.2021 kl. 10:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru alrangar tölur og marg hraktar, meðal annars af forstjóra ON. R

RéttaR tölur fyrir bílaflotann allan rafvæddann eru innan við 200 megavött. 

Ómar Ragnarsson, 17.9.2021 kl. 12:37

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það eru alrangar tölur Ómar, 250 þusund bílar þurfa 583 megawött á sólahring ef þeir eru hlaðnir skipulega allann sólahringinn,ef helmingur eigenda hleður bilana a sunnudagsnóttina þa þurfa yfir 850 megawött að renna út í bílanna. Þetta er bara einfalt reikningsdæmi. Þegar þu ert með 250 þusund notendur sem nota lámark 7 kw á klukkustund til að hlaða bilinn sinn, færðu af og til þetta háa toppa, nema þú  viljir stjórna hvenær eigundur hlaða bilana sina

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.9.2021 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband