Ákveðinn markhópur: Eigendur jöklajeppa, sem vilja spara í borgarumferð.

Hinn gríðarlegi munur á þyngd eldsneytis og rafhlaðna með álíka miklli orku veldur því að hreinræktaðir rafknúnir jöklajeppar fela í sér illleysanlegt vandamál í notkun, þar sem slík aukaþyngd kemur í veg fyrir möguleika jöklajeppa, sem knúnir eru með rafmagni eingöngu. 

Galllinn við notkun eldsneytisknúinna jöklajeppa fram að þessu hefur verið sá, að þeir eru það dýrir og eyðslufrekir að margir hafa brugðið á það ráð að eiga tvo bíla samtímis, jöklajeppann og hentugan bíl fyrir borgarakstur. Í því felst ansi mikil fjárfesting, og í blönduðum ferðum, þar sem ekið er drjúga hluta ferðar á malbiki og hinn hlutann á leiðum, sem eru ófærir fyrir óbreytta bíla. 

Þetta er ansi dýr lausn, sem ákveðinn markhópur velur sér. 

Jepp Wrangleler Rubicon tengitvinnbíllinn er að vísu dýr, en býður upp á blandaða notkun þar sem sami bíllinn er notaður sem rafknúinn bíll innanbæjar, en sem eldsneytisknúinn jöklajeppi þar sem þess þarf. 

Að þessum markhóp beinist framleiðsla á tengiltvinnbílum sem hafa umtalsverða getu í torfærum en eru bæði sparneytnir og umhverfismildir innanbæjar. 


mbl.is Jeep kynnir PHEV-línu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband