Furðulegt ef leiðrétt talning á ekki að gilda.

Fyrir leikmann sýnist meginatriðið í uppákomuninni í talningunni í Norðvesturkjördæmi. 

Það er ekki nýtt að misfellur eða mistök verða í talningu atkvæða í kosningum. Þá liggur beinast við að telja aftur og finna hvað fór úrskeiðis. 

Hins vegar er til lítils að gera það ef ranga niðurstaðan verður samt notuð eins og nú hafa komið fram kröfur um.  


mbl.is Vefur landskjörstjórnar komin í lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Enda ekkert manna verk "hafið yfir allan vafa" líkt og sumir sem ekki sætta sig við þessi þingmannaskipti innan flokkanna kyrja nú á torgum

Grímur Kjartansson, 1.10.2021 kl. 09:31

2 Smámynd: Hörður Þormar

Til þess að breyta stjórnarskrá Íslands þarf samþykki tveggja þinga, og  alþingiskosningar á milli. Svo einfalt er það.

Það var á stefnuskrá "Jóhönnustjórnarinnar"  að "uppfæra" stjórnarskrá landsins. Eftir að kosið var til Stjórnlagaþings (síðar Stjórnlagaráðs), sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi drög, o.fl. vafstur jaml og fuður (Þetta tók um tvö ár), þá rann þetta mál loks út í sandinn.

Árið 1959, ef ég man rétt, var kjördæmaskipan landsins breytt, en til þess þurfti að breyta stjórnarskránni. Þá var kosið til sérstaks sumarþings sem hafði það eina hlutverk að samþykkja hana. Svo var þetta þing rofið og aftur efnt til kosninga um haustið samkv. nýrri stjórnarskrá.

Eftir stríðið og uppgjöf Japana, 1945, þá skipaði MacArthur hershöfðingi, sem réði þar öllu til sjós og lands, nefnd til þess að semja lýðræðislega stjórnarskrá fyrir Japan. Nefndin lauk verkefni sínu á einni viku. Mér skilst að þessi stjórnarskrá sé að mestu leyti í gildi enn í dag.

"Warum einfach wenn man es auch kompliziert machen kann?" 

(Hvers vegna einfalt ef hægt er að hafa það flókið?)

Hörður Þormar, 1.10.2021 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband