1.10.2021 | 15:35
Alþingi er um megn að lagfæra kosningalög og stjórnarskrá.
1874 sömdu danskir embættismenn í danska kansellíinu stjórnarskrá fyrir Ísland, sem var eftirlíking af dönsku stjórnarskránni 1849 og þurfti 30 fyrstu greinarnar til að friðþægja konungi Danmerkur. 1851 var að vísu kosið til sérstaks íslensks stjórnlagaþings, svonefnds Þjóðfundar, um málið, en konungur sleit fundinum með valdi.
Með heimastjórn 01904, sambandslögum 1918 og lýðveldisstofnun 1944 var einungis breytt því allra nauðsynlegasta, svo sem að setja inn orðin forseti í stað konungs 1994.
Þá hétu talsmenn allra þingflokka að strax eftir kosningar yrði gerð ný stjórnarskrá, samin af Íslendingum.
Þrátt fyrir margar tilraunir allt frá 1946 til þessa dags til að láta stjórnarskrárnefndir, skipaðar af þinginu, semja nýja stjórnarskrá, sem tekið gæti gildi, hefur það mistekist, augljóslega vegna þess að þinginu er það algerlega um megn að semja lög um eigin málefni.
Misvægi atkvæða hefur verið í öllum þeim sjö kosningum, sem haldnar hafa verið á þessari öld.
Það misvægi er meðal annars keyrt áfram á rangri kjördæmaskipan á suðvesturhluta landsins, sem er eitt atvinnu- og borgarsvæði allt frá Akranesi til Árborgar og Suðurnesja.
Af því leiðir meðal annars að atkvæði kjósandi við norðurenda Hvalfjarðarganga vegur tvöfalt meira en atkvæði kjósanda á Völlunum sunnan Hafnarfjarðar, þótt báðir séu álíka lengi að aka frá heimilisínu niður á Austurvöll í Reykjavík.
Það er athyglisvert, að Brexit hlaut í Bretlandi álíka stóran hluta kjósenda á kjörskrá og stjórnarskrá stjórnlagaráðs fékk hér á landi, en báðar kosningarnar voru ráðgefandi.
Breska þingið leit það að sjálfsögðu sem skyldu sína að fara að vilja þjóðarinnar, en það hefur íslenska þingið ekki gert.
Segir Alþingi vanrækja skyldu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður nafni.
Þú ert dálítið út að aka í þessari færslu þinni.
Líklegast ert þú að vísa í hrakfarir þeirrar ríkisstjórnar sem sveik allt, og gekk erinda erlendra fjárkúgara frá fyrsta degi, en ráðið sem þú varst kosinn í er afurð hennar.
Í þeim eina tilgangi að loka fyrir þann möguleika að þjóðin gæti aftur sagt Nei við fjárkúgun og ólög, ef tengslin væru sögð við alþjóðalega samninga, lesist á mannamáli EES samningurinn.
Þrátt fyrir að dómur féll gegn Jóhönnu, að hún væri fjárkúgari í þágu erlendra afla, það er dómur EES dómsins, þá hengir þú þig ennþá á skrípaleik hennar sem kennt er við stjórnlagaráð.
Nafni minn, þú ert náttúruvættur, sem meðal annars sannfærði mig um að rangt væri að virkja öræfi Norðausturlands líkt og gert var vegna álversins við Reyðarfjörð, þó vitað væri fyrir mig sem innbyggjara, að það gæti skipt sköpun fyrir varnarbaráttu byggðanna.
Ég upplifi að þú hafir aðeins verið að plata mig, því þú veist mætavel, að baki ógæfusáttmála Jóhönnu og Steingríms var fjárkúgunarsamningur við AGS, sem innhélt annars vegar ICEsave fjárkúgunina, hins vegar samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um risalán svo hægt væri að borga út erlendar og innlenda krónubraskara á sölugengi krónunnar fyrir Hrun.
Endalok sjálfstæði okkar, upphaf skuldaþrældóms þar sem öll verðmæti voru undir líkt og hjá Grikkjum. Þar á meðal hinar 22 virkjanir sem Steingrímur boðaði í upphaf þings 2011, hann sagði reyndar að fjárfesta þyrfti fyrir 330 milljarða árlega í virkjunum og stóriðju svo þjóðin réði við þessa greiðslubyrði, en þú sem skynsemisvera áttir að vita hvað bjó að baki.
Hafir þú stungið hausnum í sandinn, afneitað staðreyndum, þá var það ekki lengur hægt þegar jarðfræðingur, félagi í VG sagði hvað þessi stóriðjuáform þýddu fyrir virkjunarkosti þjóðarinnar.
22 virkjanir.
Þetta er skýring þess að ógæfufólkið fjármagnaði, og gerði út stjórnlagaráð, með niðurstöðu, sem þið sem tókuð þátt í ógæfuferlinu, kallið Nýja stjórnarskrá.
En fólkið, almenningur sem var svikinn, skyldur eftir sem skuldaþræll, sagði Nei við, líkt og hann sagði Nei við fjárkúgunarsamning Steingríms og Jóhönnu við breta.
Ef þú ert ekki að vísa í þessi svik og niðurlægingu vinstri stjórnmála Íslands nafni, þá ert þú líklegast að vísa í sáttina milli landsbyggðar og þéttbýlis sem núverandi kjördæmaskipan byggist á.
Vissulega skekkir misvægi atkvæða hverjir skipa Alþingi en vægi atkvæða til einstakra flokka er nokkurn veginn tryggt. Umfram þingmannafjöldi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins stafar af hinum dauðu atkvæðum Sósíalistaflokks Gunnars Smára. Breytir engu í hinu stærra samhengi vegna meirihluta eða minnihluta á þingi í dag.
Allt þetta veistu nafni, þá er líklegast ein skýring á pistli þínum og fyrirsögn, að þú í anda frjálshyggjuafla höfuðborgarsvæðisins viljir efna til ófriðar við landsbyggðina, eins og hún sé ekki nógu kvalin fyrir.
En það sem þú og þínir líkar sem blótið Friedman og Hayek áttið ykkur ekki á, að þó landsbyggðin hafi gefið eftir vegna ólaga fyrir sunnan, frjálshyggju ESB sem hefur margfaldað raforkukostnað, hækkað bensínverð, fyrirliggjandi er umhverfisskattur mannhaturs frjálshyggjunnar sem þið nytsömu sakleysingjarnir kallið kolefnisskatta, þá eru allar auðlindir þjóðarinnar út á landi, og fjöldinn til að nýta þær er svipaður og var þegar þjóðin tók það gæfuspor að slíta sig frá Kaupmannahöfn.
Og landsbyggðin gæti alveg stigið það skref á ný.
Auk þess að véla með ógæfuna sem er beintengd við ógæfuríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þá kýst þú að efna til ófriðar við fólk, sem líklegast sættir sig ennþá við frjálshyggjuna og misréttið, vegna þess að það telur sig ennþá tilheyra höfuðborgarsvæðinu, að það hafi ennþá eitthvað að segja um sín örlög.
Sem er náttúrulega algjörlega rangt, hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar drepur allt nema byggðakjarna metroborga.
Skiptir svo engu nafni, nema að ég kaus þig á sínum tíma og sagði í öllum skoðanakönnum í mörg ár á eftir að þú, náttúruvættur þjóðarinnar, ættir að vera umhverfisráðherra.
Mín mistök, en ég get ekki leyft þér að lifa áfram í góðri trú skinhelgarinnar, án þess að benda á hinar undirliggjandi staðreyndir sem kalla á framsetningu þessa pistils þíns.
Alþingi hefur sýnt af sér mikla hæfni til að endurnýja stjórnarskrána, þess vegna er friður í landinu.
En sá sem vill meira, sem gín fyrir öllu, hann hatar þann frið.
Ég vissi ekki bara að þú gengir erinda hans.
Mín mistök, mín sorg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2021 kl. 16:31
Afhverju óska Píratar ekki eftir þjóðaratkæðagreiðlu um þetta
í stað þess að þvæla um allskyns lög og reglur
fram og tilbaka
Eru þeir hræddir við þjóðarviljan?
Grímur Kjartansson, 1.10.2021 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.