Þeim, sem komu til Vestmannaeyja fyrir sextíu til sjötíu árum varð oft starsýnt á Helgafellið, sem hafði eins eldfjallalegt útlit og hugsast gat.
Svörin voru yfirleitt á reiðum höndum, þegar spurt var nánar út í fjallið og gíg þess: Þetta er óvirk og útdauð eldstöð.
Haustið 1963 vöknuðu allir með andfælum; það var hafið eldgos á hafsbotni suðvestur af ysta útverði eyjanna, Geldingaskeri.
Því gosi lauk ekki endanlega fyrr en 1967 og eftir stóð myndarleg eyja, sem síðan er útvörður lands okkar, Surtsey.
Þrátt fyrir þetta sváfu menn næsta rólegir næstu árin; gosið hafði jú verið utan marka eyjana þegar það hófst.
Aftur voru menn vaktir upp við vondan draum 23.janúar 1973 og nú við eldgos inni í hjarta og miðju eyjanna, á sjálfri Heimaey.
Framhaldið er heimsþekkt eitthvert dramatískasta eldgos síðari ára með ótrúlega mannbjörg og frækilegan árangur af baráttu við hraunflæði og öskufall og síðan endurreisn byggðarinnar.
Nýlega voru sagðar fréttir af vinnu við endurnýjun viðbragðsáætlunar vegna eldgoss í Vestmannaeyjum, og í henni tekið tillit til þess sem ævinlega hefur blasað við: Heimaeyj er stærsta eyjan af því hún er miðja og hjarta eldstöðvakerfis eyjanna.
Þegar horft er á svonefnd eldstöðvakerfi Ljósufjalla blasa við fjölbreytt ummerki um það í formi eldgíga og hrauna, að þar er hvorki um útdautt né óvirkt eldstöðvakerfi að ræða.
Eldstöðvarnar bera þess merki að hafa verið virkar eftir að síðustu ísöld lauk og ber því að umgangast þær samkvæmt því.
Óvenjuleg skjálftavirkni heldur áfram á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það er eimitt eftir að ómöguleikinn sýndi sig
í að vera mögulegur og vel það eftir gosið á Heimaey
að engum ætti að koma á óvart þó aðrar slíkar
vakni af dvala á slóðum þar sem þeirra er sízt von.
Eitthvað vantar enn upp á 5000 ár í líftíma mannsins
og hann hefur valið nú sem oft áður að stinga höfðinu í sandinn:
"Friður tryggður um vora daga."
Húsari. (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.