Af hverju varð Héðinn formaður Dagsbrúnar? Klukkan færð aftur um 90 ár?

Ef eigendur fyrirtækja koma því í gegn á því herrans ári 2021 að reka þá starfsmenn sem eru trúnaðarmenn starfsmanna er verið að færa klukkuna á Íslandi aftur um tæp 90 ár til þeirra ára, þegar eigendur fyrirtækja gátu gert þetta á löglegan hátt. 

Þessu beittu eigendur fyrirtækja óspart með því að nýta sér bág kjör starfsmanna til að kúga þá til eftirlátssemi með hótunum um brottrekstur. 

Verkamannafélagið Dagsbrún var á þessum árum stærsta og öflugasta verkalýðsfélagið, en sá ekkert annað ráð til þess að bregðast við þvingununum en að ráða sem formann Héðinn Valdimarsson, sem var bæði Alþingismaður og vel launaður forstjóri Ólíuverslunar Íslands.

Það var því ekki hægt að nota lauasviptingaraðferðina á hann.

Það kostaði langa baráttu að fá það inn í vinnulöggjöfina fyrir 90 árum að slíkar aðfarir væru ólöglegar. 

Það er þvi ekkert smámál ef nú á að fara að beita þessari svipu og færa klukkuna þar með aftur um 90 ár. 

 


mbl.is „Þetta er bara svo alvarlegt brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband