12.10.2021 | 17:37
Hvert er hlutverk lífeyrissjóðanna? Ekki að borga eigendum sínum lífeyri?
168 milljarða króna eignaaukning í aðeins einum mánuði og samt engin leið að hækka lífeyrinn?
Hverjum eiga lífeyrissjóðirnir að þjóna? Eigedum sínum?
Það er erfitt að sjá að þeir geri það. Þvert á móti leggst allt svonefnt velferðarkerfi ötullega á skjólstæðinga sína til þess að sem flestir þeirra séu læstir inn í fátæktrargildu harðsviraðasta skerðingakerfis á byggðu bóli.
Og ef þessir skjólstæðingar vildu reyna að snúa sér til þeirra sem stjórna lífeyirssjóðakerfinu eru boðleiðirnar þannig hannaðar að ekki er vinnandi vegur að rata að þeim, sem þar ráða öllu innan búðar.
Lífeyrissjóðirnir bólgna út sem aldrei fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Standa lífeyrissjóðir ekki við sitt? Ég verð ekki far við annað.
Það er rikið sem skerðir.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.10.2021 kl. 19:12
Lífeyrissjóðirnir eiga 6400 milljarða en í ljósi einstaklega langra boðleiða milli stjórnenda þeirra og eigendanna, er full ástæða til þess að fá gagnsæ og rökstutt svör við spurningum um ráðstöfun þessa gífurlega fjár, hvort sem ríkið er enn lakari aðili að kerfinu eða ekki.
Ómar Ragnarsson, 12.10.2021 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.