19.10.2021 | 00:56
Hvað varð um kjörorðið "biðlistana burt!" ?
Eitt af því sem tæpt var á í síðustu kosningabaráttu var mikilvægi þess að rétta hlut heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og var tilvist hinna löngu biðlista, jafnvel langt umfram öryggismörk hvað snerti sjúkdóma á við krabbamein og gáttaflökt, réttilega gagnrýnd harðlega.
Í umræðunni um afléttingu á takmörkun vegna covid þessa dagana fer hins vegar minna fyrir þessu mikilvæga atriði í umræðunni.
Það eru nefnilega tvær hliðar á þessu máli. Annars vegar að algert frelsi skuli hafa forgang, tll dæmis til að vera úti á djajminu, en hins vegar frelsi frá þeirri rússneskku rúllettu, sem gæti orðið niðurstaðan varðandi þau mannréttindi fyrir þá sem þurfa á rannsóknum og aðgerðum að halda til að mega halda lífi
Segir skæða flensu geta komið niður á spítalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem sagt var fyrir kosningar er gleymt Ómar, þannig hefur þetta ætið verið og ekki annað að sjá en að svona muni þetta verða.
Ástandið mun ekki breytast, biðlistar munu halda áfram að lengjast og gamla fólkið mun áfram verða sent heim af spítölum, bjargarlaust eftir líkamleg eða andleg áföll.
Því miður
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 19.10.2021 kl. 08:04
Íslenska ríkið var ekki lengi að semja við einkafyrirtæki og verktaka þegar þurfti að innleiða sóttvarnarhótel og hópskimanir. Hér þótti málið of áríðandi til að þola einhverja bið.
Um leið hefur það dregið lappirnar fullkomlega að semja við einkafyrirtæki um að skipta um liði og framkvæma ýmsar skimanir. Langvarandi þrautaganga liðasjúklinga og annarra er ekki talin nógu áríðandi til að láta verkin tala.
Geir Ágústsson, 19.10.2021 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.