Ekki var hægt að útiloka gos í Eyjafjallajökli - í ellefu ár.

Þegar hreyfingar byrjuðu undir Eyjafjallajökli 1999 var mælum fjölgað við fjallið, gerð viðbragðsáætlun og haldnir íbúafundir vegna þess að "ekki væri hægt að útiloka að þessar nýju hreyfingar væru undanfari eldgoss." 

Ekki hafði orðið gos í fjallinu í meira en 170 ár, og þegar eldgos braust síðan út 2010, ellefu árum síðar, kom það auðvitað mörgum á óvart, en mat vísindamanna hafði nú samt reynst vera rétt, svo langt sem það náði.  

2007 til 2008 var í gangi jarðskjálftahrina á svæðinu fyrir sunnan, austan og norðaustan Öskju, sem smám saman fjaraði út. 

Hrinan byrjaði við fjallið Upptyppinga og endaði nyrst í Krepputungu og við Herðubreið. 

2014-2015 varð hins vegar stærsta hraungos hér á landi síðan 1783 í Holuhrauni, en aðdragandi þess hafði verið hægt vaxandi skjálftavirkni í Bárðarbungu síðan 1995, sem stórjókst í ágúst 2014 og samhliða því varð gos í Gjálp skammt suðaustur af Bárðarbungu 1996. 

Og Grímsvötn gusu 1983, 1998, 2004 og 2011.  

Síðasta gos í Öskju varð 1961, mun minna en gosið í Holuhrauni. 

Hvaða ályktanir vísindamenn draga af öllu þessu er óvíst að komi fram.

En þá getur setningin "ekki er hægt að útloka möguleika á gosi" verið í fullu gildi.  


mbl.is Ekki hægt að útiloka möguleika á gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband