Tímanna tákn, gamall kunningi kvaddur.

Bensínstöð Olís neðst við Háaleitisbraut var sú bensínstöð, sem var næst heimili síðuhafa í þau 29 ár, sem hann átti heima þar skammt frá. 

Fyrstu árin evar mikið verslað þar, enda hverfið stútfullt af barnafjölskyldum. Síðan hófst rólegt samdráttarskeið samfara því sem börnin uxu og fluttu burt, götunni var breytt úr breiðgötu með miklum hraða og tilheyrandi umferðarslysum, í rólega og bugðótta götu í tvennu lagi og auk þess voru alls fimm bensínstöðvar á svæðinu. 

Bílar hafa orðið sparneytnari og þörfin á að kaupa eldsneyti á þá hefur minnkað.

Þótt bensínbílum virðist lítið fækka enn sem komið er, þrátt fyrir fjölgun rafbíla, liggur fækkun bensínstöðva í loftinu, hún er tímanna tákn. 


mbl.is Íbúðarhús í stað bensínstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband